fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Stefán Karl er látinn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ástsæli leikari, Stefán Karl Stefánsson, er látinn eftir tveggja ára baráttu við krabbamein sem hann greindist með árið 2016. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir eftirlifandi eiginkona Stefáns greinir frá þessu á Facebook- síðu sinni.

Stefán Karl var fæddur í Hafnarfirði árið 1975. Hann naut mikilla vinsælda og viðurkenningar fyrir margvísleg störf sem sem leikari á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Má þar nefna hlutverk Glanna glæps í þáttaröðinni Latibær og stórt hlutverk í hinu vinsæla írska leikriti, Með fulla vasa af grjóti.

Árið 2002 stofnaði Stefán Karl samtökin Regnbogabörn sem beittu sér mjög fyrir umræðu um einelti og forvörnum gegn því.

Nokkuð hefur verði fjallað um baráttu Stefáns við sjúkdóm sinn í fjölmiðlum og hefur hann vakið aðdáun landsmanna fyrir æðruleysi sitt og hugrekki í því stríði.

Eftirlifandi eiginkona Stefáns er hin virta og vinsæla leikkona og fjölmiðlakona, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Stefán Karl lætur eftir sig son og dóttur og tvær stjúpdætur.

Steinunn Ólína segir á Facebook:

„10. júlí 1975 – 21. ágúst 2018

Yndið mitt, Stefán Karl Stefánsson, er látinn eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Stefán var fæddur 10. júlí 1975 og varð því 43 ára gamall. Að ósk hins látna verður engin jarðarför og jarðneskum leifum dreift í kyrrþey á úthafi fjær. Fjölskyldan þakkar auðsýndan stuðning og hlýhug á undangengnum árum og sendir hinum fjölmörgu vinum og aðdáendum Stefáns Karls sínar innilegustu samúðarkveðjur.“

DV sendir aðstandendum Stefáns Karls innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Í gær

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“