fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Margrét hvetur Semu Erlu til að kæra og hótar sjálf að kæra Stundina – „Ég er ekki ofbeldisfull fyllibytta“

Auður Ösp
Föstudaginn 17. ágúst 2018 12:35

Margrét Friðriksdóttir og Sema Erla Serdar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir hvetur Semu Erlu Serdar eindregið til að leggja fram kæru á hendur henni fyrir líkamsárás.  Ellegar hyggst Margrét sjálf kæra Semu fyrir rógburð. Margrét sakar jafnframt fjölmiðilinn Stundina um að hafa brotið á fjölmiðalögum með því að birta viðtal við Semu þar sem hún tjáir sig um átök sem urðu á milli þeirra tveggja á veitingastaðnum Benzin á Grensásveg í upphafi mánaðarins.

Sendi Semu afsökunarbeiðni

Upphaf málsins má rekja til þess að þann 8.ágúst síðastliðinn greindi Margrét frá því á Stjórnmálaspjallinu á Facebook, sem hún stýrir, að hún hefði ráðist að Semu Erlu  fyrir utan veitingastað á Grensásvegi. Kvaðst Margrét ætla að hætta neyslu áfengis eftir árásina. Margrét birti á Stjórnmálaspjallinu sína upplifun af árásinni.

„Við fórum samt sem áður fyrir utan staðinn að gera okkur tilbúin til heimfarar en þá birtist Sema þarna með sínu liði og í reiði minni og ölæði þá ýtti ég við henni, þó ekki fast á leiðinni inn og kallaði hana illa innrætta manneskju sem væri að haga sér eins og norn, ég hefði ekkert gert henni, þá dró unnusti minn mig til baka og við gengum svo heim.“

Kvaðst Margrét hafa liðið illa yfir því að hrinda Semu og bætti við að hún hefði sent Semu afsökunarbeiðni daginn eftir.

„Öskraði og ögraði“

Í kjölfarið rakti Sema einnig atburðarásina í færslu á Facebook og sagðist ætla að leggja fram kæru hjá lögreglu. Frásögn Semu var á þá leið að þegar hún hefði mætt á barinn þetta kvöld hefði Margrét staðið þar fyrir utan.

„ Ég var varla komin út úr bílnum hjá yngri systur minni sem skutlaði mér – og varð því miður vitni að öllu – þegar hún hóf að ausa yfir mig hrikalegum svívirðingum sem ég ætla ekki að endurtaka hér. Hún reyndi ítrekað að komast framhjá vini sínum sem reyndi að halda aftur af henni á meðan hún öskraði og ögraði. Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig og náði að komast í það mikið návígi við mig að hún náði að kýla mig í öxlina. Svívirðingarnar og morðhótanirnar og tilraunir hennar til þess að ráðast á mig stóðu yfir í nokkrar mínútur. Ég sagði ekki orð allan tímann og ýtti henni einungis frá mér þegar hún komst svo nálægt mér að kýla mig.“

Þá sagði Sema Erla að hegðun Margrétar mætti rekja til þess fyrir hvað Sema Erla stendur. Þá sagði hún lýsingu Margrétar af atvikinu vera ósanna.

Segir Semu „ganga um ljúgandi“

Margrét birtir yfirlýsingu á facebook síðu sinni í morgun þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir miklu ónoti í sinn garð frá stuðningsmönnum Semu.

„Mér þykir þessi heift og hatur mjög sérkennilegt og mér hefur verið bent á að þessi atburðarrás er ekki ósvipuð atburðarrás sem að fjölmiðlamaður lenti í við aðra fjölmiðlakonu á HM í Rússlandi núna í sumar. Ekki lenti viðkomandi fjölmiðlamaður í svona miklu hatri og heift á samskipamiðlunum þar sem fólk skiptist á að gera lítið úr honum og ausa yfir hann skítnum eftir að hann steig fram og baðst afsökunnar á framferði sínu vegna ölvunar, en öðru máli virðist gegna um mig og maður spyr sig hvers vegna?“

Þá ásakar hún Semu að hafa gengið of langt í ásökunum sínum.

„Mig sárnaði þetta mjög og fann reiðina blossa upp í mér vegna þessa óréttlætis, þ.e að vera vísað útaf stað án þess að hafa verið með læti eða neitt, þetta er sannleikurinn í þessu máli og hef ég nokkur vitni sem að geta staðfest þetta.

Ég óska þess innilega að Sema Erla muni standa við að kæra mig því þá mun þessi sannleikur verða leiddur til lykta og mér finnst það mjög mikilvægt fyrst svona er komið, því þetta mál hefur heldur betur undið uppá sig og Sema Erla segir ósatt í þessu máli og segir ástæðuna allt aðra en það sem ég hef látið koma fram hér, það er í lægsta máta óheiðarlegt og alls ekki sanngjarnt.“

Þá sakar hún Semu um að „ganga um ljúgandi og viðurkenna ekki sinn þátt“ heldur „reyna að breyta atburðarrásinni sér í hag.“ Þá ítrekar hún að hún hafi ekki veist að Semu með neinu ofbeldi „þannig séð.“

„Þó ég hafi ýtt við henni þegar hún gekk að mér þá hlaut hún engnn skaða af og meiddist ekki neitt, það sá ekkert á henni eftir þetta því annars væri hún búin að birta myndir af áverkanum eða í það minnsta búin að sækja sér áverkavottorð þannig konan er að búa til úlfalda úr mýflugu verður að segjast.

Hún hvetur Semu Erlu til að leggja fram kæru á hendur sér „og það strax.“ Ef ekki hyggst Margrét sjálf kæra Semu „fyrir að gefa í skyn að ég sé manneskja sem er líkleg til að myrða aðra manneskju.“ Þá segir Margrét að hún muni einnig kæra Stundina vegna viðtals sem þar birtist við Semu, þar sem hún tjáir sig um sína hlið á þessu máli.

Segir hún Stundina hafa brotið á fjölmiðlalögum með birtingu viðtalsins og vísar í  26. Grein laganna þar sem meðal annars  fram kemur að „Fjölmiðlaveita skuli gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni [í fréttum og fréttatengdu efni] 1) og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.“

„Að lokum er kannski best að taka fram að ég er ekki ofbeldisfull fyllibytta eins og fólk hefur dylgjað að við mig frá væng hennar Semu þrátt fyrir þessa uppákomu og hef ég ekki snert áfengi frá því að þetta atvik kom upp og líður mér mjög vel með það því ég þarf ekki áfengi til að skemmta mér sem betur fer og mun ég halda því líferni með glöðu geði áfram, þetta var í raun besta ákvörðun lífs míns og þetta minnti mig á að öl er böl eins og sagt er. En það gera allir mistök og ég er svo sannarlega fær um að viðurkenna það ólíkt henni Semu Erlu, en ég mun samt biðja fyrir henni því ég held henni líði eitthvað illa í ljósi atburða.“

Í samtali við Stundina sagði Sema að Margrét hefði verið í miklu ójafnvægi: „Hefði hún verið með hníf hefði hún mögulega stungið mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu