fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Ósk tók upp tímabundið samband við Helga til að forðast frekara ofbeldi – „Ég var yfirbuguð af ótta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 14:29

Ósk Matthíasdóttir Birti sláandi myndir af áverkum sínum eftir heimilisofbeldi í sumar. Fyrrverandi kærasti hennar var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi á dögunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég óttaðist um líf mitt og minna nánustu og það varð til þess að ég setti mig í samband við hann, til að halda honum góðum. Ég var orðin yfirbuguð af ótta, þreytu og vanmætti gegn öllu. Hann elti mig, sat um mig og ég óttaðist um líf mitt, barnanna minna, fjölskyldu og vini,“ segir Ósk Matthíasdóttir í samtali við DV en hún hefur verið að gagnrýnd fyrir að taka aftur upp samband við fyrrverandi sambýlismann sinn, Helga Sigurðsson, eftir að hann hafði beitt hana miklu ofbeldi. Að sögn Óskar var ekki um eiginlegt samband að vilja hennar að ræða, heldur vill hún meina að það hafi verið enn ein birtingarmynd ofbeldisins.

Helgi Sigurðsson var dæmdur í níu mánaða fangelsi, skilorðisbundið til þriggja ára, vegna hrottalegs og margendurtekins ofbeldis gagnvart Ósk. Hún er ósátt við dóminn og segist ekki geta um frjálst höfuð strokið á meðan Helgi gengur laus. Hún segir jafnframt að hann hafi margoft brotið nálgunarbann gegn sér, hún tilkynni það ávallt til lögreglu en ekkert gerist. Eftir að dómur féll sakar hún Helga um að hafa ítrekað beitt hana ofbeldi og gengið svo langt að hóta fólki nákomnu henni. Meðal þeirra sem Ósk segir að Helgi hafi hótað sé faðir hennar og sambýliskona hans sem er með MS-sjúkdóminn.

Ósk segist hins vegar ekki geta látið hafa eftir sér nánar atvikalýsingar á ofbeldisverkum Helga undanfarið þar sem þau mál séu ekki sönnuð fyrir dómi og frásagnir gætu því orðið tilefni til meiðyrðamála. Frekari ákærur gegn Helga bíða dóms en það var hann sem áfrýjaði dómnum sem hann fékk í nóvember en málið verður tekið fyrir síðar við Landsrétt.

„Dómurinn var allt of vægur, maðurinn er ákærður fyrir að leggja hníf að hálsi mér, svo ég fékk skurð á hálsinn, ógnaði lífi mínu, bara það eitt og sér, fyrir utan allt hitt. Sá sem ógnar lífi manns ætti að hljóta fangelsisdóm,“ segir Ósk við DV.

Á Facebook-síðu sinni í dag birtir Ósk skjáskot af dómi héraðsdóms þar sem koma fyrir lýsingar á því ofbeldi sem Helgi hefur beitt hana. Ósk skrifar:

 Það er að verða komið ár síðan fyrrverandi unnusti og sambýlismaður var sakfelldur í héraðsdómi fyrir hrottalegt og ýtrekað ofbeldi gagnvart mér.

Maðurinn fékk skelfilega vægan dóm, níu mánuði skilorðsbundinn til þriggja ára!!!! Skilorð sem hann hefur marg ítrekað brotið ! dóm sem hann áfrýjaði, dóm sem enn veltist um í úreltu réttarkerfi þessa lands

Meðan maðurinn gengur laus þá er ég fangi í hans frelsi !!! 

Hér birti ég brot af því sem hann var dæmdur fyrir. 

Megi hver ykkar dæma fyrir sig. 

En ég spyr: hver gætir öryggi borgaralega þegna í þessu landi?

Hrottafullt og margendurtekið ofbeldi

Alls gaf lögreglan á höfuðborgarsvæðinu út tvær ákærur á hendur Helga og voru þær báðar í tveimur liðum. Helgi var sakfelldur í öllum fjórum liðunum en rétt er að geta þess að hann neitaði allri sök þó að hann kannaðist við rifrildi og átök milli sín og Óskar.

Þann 29. september 2016 þótti sannað að Helgi hefði meðal annars slegið Ósk þannig að hún lenti með höfuðið á spegli í íbúð að Krókavaði í Reykjavík. Upphafið að ofbeldisverkinu tengdist rifrildi vegna símatengingar. Ósk hafi yfirgefið íbúðina en Helgi hafi dregið hana aftur inn með ofbeldi. Hótaði hann henni með búrhníf og strauk honum um háls hennar. Hlaut Ósk yfirborðsáverka á höfði, opið sár á hálsi, marga yfirborðsáverka á úlnlið og hendi auk mars á mjóbaki og mjaðmagrind.

Að morgni föstudagsins 23. desember sama ár veittist Helgi að Ósk í íbúð í Skipholti. Sparkaði hann í hægra læri hennar og reif í hár hennar þannig að hárlokkar losnuðu. Síðan dró hann Ósk eftir gólfi íbúðarinnar. Á meðan hótaði hann henni lífláti. Afleiðingarnar urðu margvíslegir áverkar á læri og hársverði.

Næsta brot átti sér stað laugardaginn 25. mars í fyrra, í sömu íbúð í Skipholti. Helgi veittist þá að Ósk og greip í kraga á peysu hennar þannig að hún féll í gólfið. Í framhaldinu hélt hann henni niðri og sló hana með krepptum hnefa í nokkur skipti á bæði eyru. Síðan greip hann báðum höndum í hálsmálið á peysunni og herti að þannig að Ósk átti erfitt með andardrátt. Síðan sló Helgi hana í síðuna og ýtti við henni. Hlaut Ósk dreifð eymsli og mar víða um líkamann.

Síðasta brotið átti sér stað þegar Helgi var handtekinn sama dag við hús á Álftanesi. Missti hann stjórn á skapi sínu þegar lögreglan freistaði þess að handtaka hann. Greip hann í vesti lögreglumanns og þurftu lögreglumenn að beita varnarúða til þess að yfirbuga hann.

Eins og áður segir var Helgi dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skaðabótakröfu Óskar upp á 250 þúsund krónur, fyrir ýmsa muni sem höfðu skemmst, var vísað frá dómi en Helga var gert að greiða henni 600 þúsund krónur í miskabætur. Að auki var hann dæmdur til þess að greiða málsvarnarlaun lögmanna beggja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Harðar fjölskyldudeilur milli Brynjars og Gústafs: „Eigið eftir að fá eftirminnilega á lúðurinn“

Harðar fjölskyldudeilur milli Brynjars og Gústafs: „Eigið eftir að fá eftirminnilega á lúðurinn“
Fréttir
Í gær

Smári: Steiktu Kóreumenn upp úr lýsi? – „Gæti nú allt eins talist stríðsglæpur“

Smári: Steiktu Kóreumenn upp úr lýsi? – „Gæti nú allt eins talist stríðsglæpur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísólfur bendir á gallað heilbrigðiskerfi: „Fyrir alla muni frestið þriðja orkupakkanum“

Ísólfur bendir á gallað heilbrigðiskerfi: „Fyrir alla muni frestið þriðja orkupakkanum“