fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Guðmundur Ellert vill vinna hjá Barnavernd á ný: Sakaður um alvarleg kynferðisbrot gegn börnum en sýknaður

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ellert Björnsson, starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, hefur óskað eftir því að fá að snúa aftur til starfa. Þessu er haldið fram í Fréttablaðinu. Guðmundur var á dögunum sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn fjórum börnum og einum andlega fötluðum manni.

Fréttablaðið greinir frá þessu. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við blaðið að hann hafi verið í tímabundu leyfi frá störfum. „Þegar niðurstaða liggur fyrir er tekin ákvörðun um framhald máls. Velferðarsvið leggur mikla áherslu á að það ríki traust í garð starfsmanna sem starfa á vegum sviðsins og að það sé hafið yfir allan vafa að öryggi barna og annarra einstaklinga sem dvelja á stofnunum sviðsins sé tryggt,“ segir Regína í samtali við Fréttablaðið.

Guðmundur Ellert  var sakaður um að hafa brotið gegn fjórum börnum og einhverfum manni. Guðmundur Ellert var sakaður um að hafa í fjölmörg skipti á tímabilinu 1998 til 2004 eða 2005, brotið á pilti sem þá var sex til tólf ára gamall. Hann var ákærður fyrir að hafa í fjölmörg skipti á tímabilinu 2004-2010 brotið á öðrum pilti sem þá var sjö til þrettán ára.

Þá var Guðmundur Ellert sakaður um að hafa í eitt skipti, á tímabilinu 2005 til 2008, nauðgað stúlku sem þá var sjö til tíu ára. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa brotið á pilti sem þá var þrettán eða fjórtán ára, á árunum 2002 eða 2003.

Dómari í málinu, Bergþóra Ingólfsdóttir, mat það svo að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna nægilega vel sekt Guðmundar í öllum ákærunum. Í dómnum kemur fram að þrír ákæranda Guðmundar deildu rúmi með honum. Talsmaður meintra þolenda sögðu á dögunum í samtali við DV að sýknunin hafi verið áfall fyrir þau. Þau töldu að réttarkerfið hafi brugðist þeim. Hefur málinu verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Myndir frá ótrúlegum fjöldaárekstri í morgun

Myndir frá ótrúlegum fjöldaárekstri í morgun
Fréttir
Í gær

Katrín segir Sjálfstæðisflokkinn eins og mafíuna á Ítalíu nema þeir drepa ekki – „Þá hringdi Davíð meðal annars í mig“

Katrín segir Sjálfstæðisflokkinn eins og mafíuna á Ítalíu nema þeir drepa ekki – „Þá hringdi Davíð meðal annars í mig“
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir á hálendisvakt með hendur fullar af verkefnum – komu manni á Laugavegi til bjargar í morgun

Björgunarsveitir á hálendisvakt með hendur fullar af verkefnum – komu manni á Laugavegi til bjargar í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hatursglæpur við Bónus: Þórunn segir íslenska konu hafa hrækt á múslíma

Hatursglæpur við Bónus: Þórunn segir íslenska konu hafa hrækt á múslíma
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barnið er íslenskt: Hrollvekjandi mynd Bleyju-Böðvars – „Þetta er minn gaur“

Barnið er íslenskt: Hrollvekjandi mynd Bleyju-Böðvars – „Þetta er minn gaur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Böðvar kominn aftur á kreik – Dæmdur barnaníðingur með bleyjublæti

Böðvar kominn aftur á kreik – Dæmdur barnaníðingur með bleyjublæti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðaþjónustufyrirtækjum gert að senda viðvörun til þúsunda ferðamanna vegna E.coli

Ferðaþjónustufyrirtækjum gert að senda viðvörun til þúsunda ferðamanna vegna E.coli