fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Costa Coffee vill opna á Íslandi

Auður Ösp
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 13:24

Kaffibolli á Costa. Ljósmynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska kaffihúsakeðjan Costa Coffee horfir nú til Íslands. Þetta kemur fram á vef Markaðarins í dag. Keðjan er sú næst stærsta í heimi á eftir bandaríska kaffirisanum Starbucks.

Fram kemur að fulltrúar Costa leiti um þessar mundir að hentugu húsnæði í miðborginni en ekki er vitað hver er sérleyfishafi keðjunnar á Íslandi.

Costa var stofnað snemma á áttunda áratugunum og er í dag stærsta kaffihúsakeðja Bretlands en fyrirtækið var selt til alþjóðarisans Whitbread PLC árið 1995.

Í dag eru hátt í fjögur þúsund kaffihús rekin á vegum keðjunnar í 32 löndum en flest þeirra er að finna í Bretlandi.

Costa kemur til með að verða fimmta keðjan hér á landi sem einblínir á sölu kaffidrykkja og eru þá taldar með Kaffitár, Te og Kaffi, Dunkin Donuts og Krispy Kreme.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”