fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Jón Valur Jensson afþakkar boð um að mæta í hinseginfræðslu og skellir á blaðamann – „Ég þarf ekkert á þessu að halda“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 11:17

Jón Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Valur Jensson, guðfræðingur og bloggari tjáði sig í vikunni um Hinsegin daga og aðkomu Reykjavíkurborgar að hátíðinni. Jón Valur hefur einnig tekið virkan þátt í stjórnmálastarfi fyrir íslensku þjóðfylkinguna. Ekkert varð að því að Íslenska Þjóðfylkingin væri á kjörseðlinum í kosningum til Alþingis árið 2017 því flokkurinn dró framboð sitt til baka eftir að yfirkjörstjórn í suðurvesturkjördæmi sendi meðmælandalista flokksins til lögreglu vegna rannsóknar um skjalafals.

Ummæli Jóns Vals vöktu mikla athygli og skömmu eftir að þau voru skrifuð birti Jón Gnarr myndband þar sem hann las upp ummæli Jóns Vals með sömu rödd og persónan Indriði úr þáttunum fóstbræðrum í myndbandi sem Jón Gnarr birti á Twitter reikningi sínum.

Í kjölfarið af birtingu myndbandsins, sem um 30.000 manns hafa nú horft á, sagði Daníel Arnarsson, formaður samtakanna 78, í samtali við fréttablaðið, að nokkrir hafi styrkt samtökin eftir að myndbandið fór í birtingu. Daníel sagði einnig: „Ég veit ekki hvort hann hefur setið hinsegin fræðslu en við tökum honum fagnandi. Það er okkar hlutverk að fræða, stuðla að þróun og standa fyrir hinsegin baráttu. Jón Valur og fleiri hafa sýnt fram á að enn er nauðsyn á henni.“

DV hafði samband við Jón Val Jensson til að spyrja hann hvort hann myndi þiggja boð Daníels um að mæta í hinsegin fræðslu hjá samtökunum 78.

„Nei takk, nei þakka þér fyrir. Nei, ég hef ekkert álit á þessu,“ sagði Jón Valur og bætti við: „Ég þarf ekkert á þessu að halda frá mönnum sem hafa ekki einu sinni haldið uppi fagmennsku á þessu sviði.“ Þegar Jón Valur var beðinn um nánari útskýringu fyrir að vilja ekki þiggja þetta góða boð svaraði hann þeirri beiðni með því að skella á blaðamann í tvígang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vaknaði við að ókunnugur maður var inni í íbúðinni

Vaknaði við að ókunnugur maður var inni í íbúðinni
Fréttir
Í gær

Árásarmaðurinn sagður ástsjúkur: „Hótaði að stinga, drepa og skera hana á háls“

Árásarmaðurinn sagður ástsjúkur: „Hótaði að stinga, drepa og skera hana á háls“
Fréttir
Í gær

Sólrún Diego sigar lögmönnum á DV – Sjáið bréfið í heild sinni

Sólrún Diego sigar lögmönnum á DV – Sjáið bréfið í heild sinni
Fréttir
Í gær

Arftaki Krossins sendir út kröfur á fólk sem tengist ekki söfnuðinum: „Það er eins og það hafi verið gerð einhver keyrsla á gamalt fólk“

Arftaki Krossins sendir út kröfur á fólk sem tengist ekki söfnuðinum: „Það er eins og það hafi verið gerð einhver keyrsla á gamalt fólk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slösuð kona á Fimmvörðuhálsi

Slösuð kona á Fimmvörðuhálsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?