fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur Ellert viðurkenndi að börnin sváfu oft uppi í rúmi hjá honum

Ágúst Borgþór Sverrisson, Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ellert Björnsson, fyrrverandi starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, var í vikunni sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af fjórum ákærum um kynferðisofbeldi gegn börnum. Taldi dómurinn að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna nægilega vel sekt Guðmundar í öllum ákærunum. Í dómnum kemur fram að þrír ákæranda Guðmundar deildu rúmi með honum. Einn ákærendanna deildi oft rúmi með honum á löngu tímabili en meint brot Guðmundar gegn þeim dreng voru sögð hafa staðið yfir frá því drengurinn var 7 til 13 ára.

Um þetta segir í dómnum:

„Hann kvaðst hafa kynnst fjölskyldu brotaþola gegnum sameiginlega kunningja meðan þau bjuggu […]. Þegar þau hefðu flutt til […] hefði fjölskyldan átt við ýmsan vanda að etja, peningalega og í samskiptum við nágranna. Hann hefði aðstoðað þau í peningamálum og farið af og til í sund með krakkana á heimilinu. Brotaþoli hefði eitthvað verið hjá honum í heimsóknum, ekki reglubundið, kannski einu sinni til tvisvar í mánuði. Brotaþoli hefði sótt í að vera hjá honum og hann hefði náð vel til drengsins. Brotaþoli hefði fengið að leika sér í tölvu hjá ákærða og horfa á sjónvarp og þeir hefðu farið í sund og keypt ís. Drengurinn hefði stundum fengið að gista og þá sofið í rúmi ákærða, enda ekki annað rúm til þess. Móðir brotaþola hefði þrifið hjá ákærða og þekkt aðstæður hjá honum. Ákærði viðurkenndi að hafa farið með brotaþola í útilegu […], líklega árið 2008. Þá hefði gleymst aukasæng þannig að þeir hefðu þurft að sofa saman undir sömu sæng. Samskipti við fjölskylduna hefðu slitnað árið 2010. Ástæðu þess tengdi hann ákvörðun […] A og B, um að loka […], sem ákærði rak með aðstoð […] og […]. Að öðru leyti tjáði ákærði sig ekki um einstaka liði ákærunnar í þessum kafla, en kvaðst ekki kannast við það sem hann er þar sakaður um eða kunna á því skýringar.“

Guðmundur játar að drengurinn hafi deilt rúmi með honum enda hafi öðrum rúmum ekki verið til að dreifa á heimilinu. Meintur brotaþoli segist alltaf hafa sofið í rúmi Guðmundar. Í dómnum segir:

„Brotaþoli A lýsti í öllum aðalatriðum eins og ákærði tildrögum kynna ákærða við fjölskyldu sína. Hann kvaðst hafa gist hjá ákærða einu sinni til tvisvar í mánuði meðan ákærði bjó að […] og kvaðst hafi verið á áttunda ári þegar hann fór að gista hjá ákærða. Af þeim sem bjuggu hjá ákærða á þeim tíma kvaðst brotaþoli sérstaklega muna eftir pilti sem héti L.

Brotaþoli kvaðst alltaf hafa sofið uppi í rúmi hjá ákærða og ekki hafa tölu á því hversu oft ákærði hefði brotið gegn sér, en það hefði gerst í flestöll skipti sem hann gisti hjá ákærða, utan tvisvar þegar hann var veikur. Brotaþoli lýsti brotum ákærða gegn sér með þeim hætti að […].[…].“

Guðmundur Ellert viðurkennir að hafa deilt rúmi með tveimur öðrum börnum sem kærðu hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi