fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Dana Jóna er með mest smitandi hlátur landsins – Sjáðu myndbandið sem er að slá í gegn á Facebook

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dana Jóna Sveinsdóttir, heimavinnandi húsmóðir á Dalvík, hefur heldur betur slegið í gegn á Facebook eftir að hún birti tvö myndbönd af sér segja brandara. Það eru þó ekki endilega brandararnir sjálfir sem vakið hafa athygli heldur ekki síður bráðsmitandi hlátur Dönu. 

Dana birti fyrri brandarann í síðustu viku og þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir 30 þúsund manns horft á myndbandið. „Mér bara dauðbrá þegar ég sá hversu margir hefðu horft á þetta,“ sagði Dana í samtali við DV.

Dana sem er mikill húmoristi fannst brandararnir bara of fyndnir til þess að deila þeim ekki með fleirum. „Þegar ég las þetta á sínum tíma þá hló ég svo rosalega að ég bara varð að deila þessu með fleirum. Margir hafa verið að skrifa inn brandara á Facebook en ég vildi hafa þetta svolítið lifandi og skemmtilegt,“ segir hún.

Hún hefur nú hlaðið inn tveimur bröndurum og útilokar ekki að þeir verði fleiri. „Ætli ég prófi ekki að setja inn meira en samt ekkert of oft. Er þetta ekki fínt til að gleðja fólkið fyrir sunnan í rigningunni,“ sagði Dana og hló dátt.

Hér að neðan má sjá brandara Dönu í fullri lengd

https://www.facebook.com/danajona/videos/10214902812355391/

 

https://www.facebook.com/danajona/videos/10214944622000606/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu