fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Íslenski fáninn tekinn í misgripum fyrir þann breska

Auður Ösp
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 15:45

Ljósmynd:Facebook/Constantin Toma

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frekar vandræðleg mistök áttu sér stað á opinberum fundi Constantin Toma, borgarstjóra Buzau í Rúmeníu og Paul Brummell sendiherra Bretlands. Meðfylgjandi ljósmynd sem tekin var á fundinum sýnir að fáninn við hlið Brumell er íslenski fáninn, en ekki sá breski.

Myndin birtist á fésbókarsíðu borgarstjórans á dögunum en var fljótlega fjarlægð, af augljósum ástæðum. Færslan var þó nógu lengi inni á vefnum til þess að fjölmargir náðu að taka skjáskot af myndinni.

Fyrir rúmlega tveimur vikum voru sambærileg mistök gerð þegar breski sendiherrann átti fund með borgarstjóra rúmönsku borgarinnar Iasi. Fáninn sem þá var settur á borð hans var 200 ára gömul útgáfa af breska fánanum en þegar glöggt er skoðað má sjá að þar er hvergi að finna tákn írska fánans, sem hefur verið hluti af hinum svokallaða „Union Jack“ síðan árið 1801.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Brýtur Bjarni siðareglur?

Brýtur Bjarni siðareglur?
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pólverjar afturkalla framsalskröfu og alþjóðlega handtökuskipun í Euro-Market málinu

Pólverjar afturkalla framsalskröfu og alþjóðlega handtökuskipun í Euro-Market málinu
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Í gær

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni