fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Íslendingum sem nota Netflix fjölgar – 90 prósent ungs fólks með aðgang á sínu heimili

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim Íslendingum sem hafa aðgang að Netflix fjölgar sífellt og hafa nú 67 prósent þeirra aðgang að Netflix á sínu heimili. Þetta er um átta prósentustiga aukning frá árinu 2017.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR um aðgengi að streymisveitunni.

Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 22. maí 2018 og var heildarfjöldi svarenda 929 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Svarendur á aldrinum 18-29 ára, eða 90 prósent, voru líklegastir til að segjast hafa aðgang að Netflix á sínu heimili. Aðgengi að Netflix fór minnkandi með auknum aldri, að því er segir í tilkynningu MMR.

Þá voru íúar höfuðborgarsvæðisins, 70 prósent, líklegri en svarendur á landsbyggðinni (62%) til að hafa aðgang að Netflix.

Stuðningsfólk Pírata (74%) og Viðreisnar (75%) var líklegast til að segja aðgengi að Netflix vera til staða á sínu heimili. Þá var stuðningsfólk Framsóknarflokksins (54%) líklegast allra til að segjast ekki hafa aðgengi að streymisveitunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“
Fréttir
Í gær

Bátur strandaður á Jökulfjörðum

Bátur strandaður á Jökulfjörðum
Fréttir
Í gær

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
Fréttir
Í gær

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“