fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Makleg málagjöld fyrir hefndarklámið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. júlí 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur karlmaður, Andre Pompey, hefur verið dæmdur til að greiða 35 ára konu rúmlega fimm milljónir Bandaríkjadala, rúman hálfan milljarð, í bætur eftir að hann birti stillur úr kynlífsmyndbandi þeirra á Facebook árið 2016.

Pompey þessi tók upp myndband af kynlífsathöfnum þeirra án vitundar konunnar. Síðar birti hann sem fyrr segir skjáskot úr myndbandinu á Facebook og taggaði fórnarlambið.

Pompey, sem er búsettur í Kaliforníu, var einnig dæmdur til að greiða 150 þúsund dali í sekt.

Áhrifin á fórnarlambið voru mikil, að því er segir í frétt USA Today, og glímdi konan meðal annars við sjálfsvígshugsanir eftir að myndirnar fóru á netið. „Hún titraði, skalf, var dofin og kastaði upp,“ segir Katrina Saleen, lögmaður konunnar.

Þá höfðu myndirnar mikil áhrif á aðstandendur konunnar, börn þar á meðal.

Dómari tók gjörðir Pompey engum vettlingatökum og dæmdi hann sem fyrr segir til að greiða fórnarlambinu sem nemur rúmum hálfum milljarði króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“