fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Makleg málagjöld fyrir hefndarklámið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. júlí 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur karlmaður, Andre Pompey, hefur verið dæmdur til að greiða 35 ára konu rúmlega fimm milljónir Bandaríkjadala, rúman hálfan milljarð, í bætur eftir að hann birti stillur úr kynlífsmyndbandi þeirra á Facebook árið 2016.

Pompey þessi tók upp myndband af kynlífsathöfnum þeirra án vitundar konunnar. Síðar birti hann sem fyrr segir skjáskot úr myndbandinu á Facebook og taggaði fórnarlambið.

Pompey, sem er búsettur í Kaliforníu, var einnig dæmdur til að greiða 150 þúsund dali í sekt.

Áhrifin á fórnarlambið voru mikil, að því er segir í frétt USA Today, og glímdi konan meðal annars við sjálfsvígshugsanir eftir að myndirnar fóru á netið. „Hún titraði, skalf, var dofin og kastaði upp,“ segir Katrina Saleen, lögmaður konunnar.

Þá höfðu myndirnar mikil áhrif á aðstandendur konunnar, börn þar á meðal.

Dómari tók gjörðir Pompey engum vettlingatökum og dæmdi hann sem fyrr segir til að greiða fórnarlambinu sem nemur rúmum hálfum milljarði króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Brýtur Bjarni siðareglur?

Brýtur Bjarni siðareglur?
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pólverjar afturkalla framsalskröfu og alþjóðlega handtökuskipun í Euro-Market málinu

Pólverjar afturkalla framsalskröfu og alþjóðlega handtökuskipun í Euro-Market málinu
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Í gær

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni