fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Fréttir

Lítið af geitungum í Reykjavík í ár: „Þetta er bara ónýt vertíð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. júlí 2018 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Sigurðsson meindýraeyðir segir að útlit sé fyrir að geitungar og býflugur verði minna áberandi í sumar en mörg undanfarin sumur. Þetta á sérstaklega við um suðvesturhorn landsins þar sem rigning og tiltölulega lágar hitatölur hafa verið einkennandi.

Ólafur segir í Morgunblaðinu í dag að fólk muni eftir sem áður rekast á geitunga hér og þar, til dæmis þegar farið er í að sinna garðverkunum. Þeir verði og hafi ekki verið áberandi í sumar.

„Þetta er bara ónýt vertíð. Þegar náttúran er svona þá er fólk rólegt í tíðinni og sumarið rólegt hjá okkur. Við erum aðallega að sinna því sama og á veturna, eitrum fyrir silfurskottur og bjöllur heima hjá fólki og annað slíkt,“ segir Ólafur.

Þá er rætt við Guðmund Halldórsson skordýrafræðing sem segir að í tíðarfari líkt og verið hefur á suðvesturhorni landsins í sumar sé staðreyndin sú að býflugur og geitungar fjölga sér minna en þegar hlýtt er í veðri. Ekki séu miklar líkur á að geitungar og býflugur séu að drepast vegna veðurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“
Fréttir
Í gær

Bátur strandaður á Jökulfjörðum

Bátur strandaður á Jökulfjörðum
Fréttir
Í gær

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
Fréttir
Í gær

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“