fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fréttir

Leiðbeinandi Jóhanns viðurkennir mistök en ætlar ekki að stíga til hliðar: „Er að hætta um áramótin og þá verða menn blessunarlega lausir við mig“

Óðinn Svan Óðinsson og Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 30. júlí 2018 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Elíasson sem nýverið útskrifaðist úr viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri tjáði sig um virðisaukaskattskerfið í fréttum Stöðvar tvö um helgina. Jóhann sagði kerfið skila sáralitlum tekjum en hann byggði fullyrðingar sínar á lokaverkefni sínu úr Háskólann á Akureyri. Í ljós kom að niðurstöður Jóhanns stönguðust verulega á við raunveruleikinn og var fréttin uppfærð. Helgi Kristínarson Gestsson, lektor við Háskólann á Akureyri og leiðbeinandi Jóhanns, viðurkennir að mistök hafi verið gerð.

Í frétt Elínar Margrétar Böðvarsdóttur á Stöð 2 fór Jóhann mikinn og sagði virðisaukaskattinn úreltan. „Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila. Tekjurnar 2011 voru 20 milljarðar og 2012 voru þær 18. Svo hafa þær reyndar farið hækkandi eftir það,“ sagði Jóhann.

Þær upplýsingar reyndust einfaldlega rangar og í kjölfarið uppfærði Vísir.is frétt sína af málinu. Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, sagði til að mynda að hann hafi aldrei séð aðra eins þvælu. „Ég held ég hafi aldrei séð aðra eins steypu í „fréttum“ á Íslandi. Og þá er mikið sagt. Blaðamaður: Hvernig væri að gera smá check á vitleysunni sem þú er að skrifa um!! Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ skrifaði Jón í athugasemd. Fréttamaðurinn, Elín Margrét, situr í stjórn Norðvesturkjördæmis Sambands ungra Sjálfstæðismanna.

Uppfærslan var gerð eftir að fjölmargir höfðu bent á rangfærsluna en hún hljómað svona: „Niðurstöður í ritgerð Jóhanns stangast á við raunverulegar tekjur ríkisins af virðisaukaskatti. Hið rétta er að virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins og námu tekjur af virðisaukaskatti til að mynda 26,6% af heildartekjum árið 2015.“

Í ritgerðinni sem lesa má hér þakkar Jóhann leiðbeinanda sínum Helga fyrir gott samstarf. „Leiðbeinanda mínum Helga Kristínarsyni Gestssyni þakka ég alveg sérstaklega fyrir að hafa aðstoðað mig og leitt mig áfram við þetta verkefni og þegar ég fór aðeins af réttri leið leiðrétti hann stefnuna jafnóðum,“ skrifar Jóhann.

Helgi Kristínarson Gestsson, leiðbeinandi Jóhanns viðurkennir í samtali við DV að um mistök sé að ræða. „Það er rétt, þetta stangast á við raunveruleikann. Hann gaf sér ákveðnar forsendur sem voru þær að hann studdist einungis við gögn ríkisskattstjóra. Í þeim gögnum er ekki tekið tillit til innflutnings. Niðurstöðurnar eru samt réttar út frá þeim gögnum sem hann gefur sér,“ segir Helgi.

„Það er bara ákveðinn feill hjá mér að kanna ekki hvort heildartölur pössuðu og augljós yfirsjón af minni hálfu“

Aðspurður um hvort hann ætli að axla ábyrgð á mistökunum og stíga til hliðar segir hann að það taki því ekki. „Nei, nei, það er óþarfi, ég er að hætta um áramótin og þá verða menn blessunarlega lausir við mig,“ segir Helgi að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Smitrakningar smáforrit verður tilbúið á morgun – Byggir á tvöföldu samþykki

Smitrakningar smáforrit verður tilbúið á morgun – Byggir á tvöföldu samþykki
Fréttir
Í gær

Lögreglan óskar eftir þinni aðstoð – Hefur þú séð þennan bíl?

Lögreglan óskar eftir þinni aðstoð – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar langveikra barna fá ekki greitt fyrir verndarsóttkví þrátt fyrir ráðleggingar Landlæknis

Foreldrar langveikra barna fá ekki greitt fyrir verndarsóttkví þrátt fyrir ráðleggingar Landlæknis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landhelgisgæslan flaug með COVID-19 sýni

Landhelgisgæslan flaug með COVID-19 sýni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur fæddi barn í Rússlandi en maðurinn hennar fær hvorki að sjá hana né barnið: „100% sammála þessum aðgerðum“

Hildur fæddi barn í Rússlandi en maðurinn hennar fær hvorki að sjá hana né barnið: „100% sammála þessum aðgerðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

30 refsidómar gætu fyrnst á árinu

30 refsidómar gætu fyrnst á árinu