fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Aftur hægt að lenda á Siglufjarðarflugvelli

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. júlí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 26. júlí síðastliðinn lenti flugvél Circle Air á Siglufjarðarflugvelli, sú fyrsta síðan í lok sumars árið 2014, en þá var flugbrautinni lokað.

Flugbrautin á Siglufirði hefur nú verið skráð að nýju sem lendingarstaður hjá Samgöngustofu.

Mynd: Örlygur Kristfinnsson

Brautin er í einkaeigu Fjallabyggðar og er bæjarstjórinn sjálfur, Gunnar I. Birgisson skráður ábyrgðarmaður. Í síðustu viku lögðu starfsmenn Árna Helgasonar frá Ólafsfirði, á vegum Fjallabyggðar, nýtt slitlag yfir brautina. Einnig voru settir upp vindpokar og merktar útlínur og endi brautarinnar með þar til gerðum merkingum.

Circle Air hyggst fljúga reglulega með ferðamenn til og frá Siglufirði og þá hentar brautin einnig vel fyrir þær vélar sem nýttar eru í sjúkraflug á Íslandi.

Trölli.is sagði frá.

Hér má sjá hvernig flugvöllurinn leit út áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala