fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Reykingar sýndar í auglýsingamyndum frá 66°N: „Mistök hjá okkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. júlí 2018 23:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir af ungri stúlku að reykja sígarettu, klæddri útivistarfötum frá 66°N, hafa til skamms tíma verið í birtingu á vef fyrirtækisins. Útivistarfatnaður frá fyrirtækinu hefur hingað til verið tengdur við holla lífshætti og þykja myndirnar stinga mjög í stúf við þá ímynd.

Vakin er athygli á þessu í Facebook-hópnum Markaðsnördar þar sem þessar myndir voru birtar en þær eru teknar af bloggsvæðinu af vef 66°N. Sá sem vekur athygli á málinu lætur eftirfarandi athugasemd fylgja:

Sorry 66º Norður en það er löngu dottið úr tísku að reykja! 

Fulltrúi frá fyrirtækinu svarar færslunni og segir að mistök hafi átt sér stað. Fannar Páll Aðalsteinsson skrifar um þetta:

Okkur hjá 66°Norður þykir þetta miður og erum sammála þessari athugasemd. Við berum mikla ábyrgð að vera góð fyrirmynd í því sem við gerum og stöndum fyrir. Þetta er alls ekki í takti við það. Ég vil ekki afsaka þetta en hér var um að ræða mistök hjá okkur í meðhöndlun efnis sem við fengum frá áhrifavöldum sem heimsóttu Ísland. Við vorum þegar búin að reka okkur á þetta og að þetta væri alls ekki í samræmi við okkar gildi og erum nú þegar að fjarlægja efnið af vefnum. Takk fyrir að vekja athygli á þessu, við kunnum virkilega að meta það.

Ljósmyndirnar eru ekki lengur inni á vef fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis