fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Elísabet Ronalds skilar fálkaorðunni – „Nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 20. júlí 2018 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti kvikmyndaklippari landsins, fékk fálkaorðuna árið 2016, fyrir störf hennar að íslenskri og alþjóðlegri kvikmyndagerð.

Beta, eins og hún er jafnan kölluð, hefur eins og aðrir fylgst með hátíðarþingfundi Alþingis, komu Piu Kjærsgaard forseta danska þingsins og blöndnum viðbrögðum við komu hennar.

Beta tók þá ákvörðun að skila fálkaorðunni og hefur nú þegar sent bréf til orðunefndar forsetaembættisins. Orðan mun svo fylgja í kjölfarið.

„Þetta er mér hjartans mál og þó það sé ekki alltaf auðvelt að rugga bátnum er það allt of oft bráðnauðsynlegt. Var að senda þennan póst frá mér og orðan fylgir eftir helgi.

Til orðunefndar forsetaembættisins.

Hinn 1. janúar 2016 varð ég þess aðnjótandi að fá heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir störf að íslenskri og alþjóðlegri kvikmyndagerð. Ég tók mér nokkurn tíma til umhugsunar því margur svartur sauðurinn hefur þegið sömu viðurkenningu og þó ég sé almennt lítið gefin fyrir heiðursmerki, hugsaði ég hlýtt til þeirra sem tilnefndu mig og töldu mig hennar verðuga. Ég tók því að lokum stolt við orðunni, fyrir hönd kynsystra minna í bransanum og fjölskyldunnar sem hefur fylgt mér gegnum allt. Nú var ég að komast að því að nýlega var forseta danska þjóðþingsins afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Pia Kjærsgaard, trúlega hættulegasti og mest sjarmerandi kynþáttahatari norrænna stjórnmála. Hún er orðin stórriddari Íslensku fálkaorðunnar. Það hefur alltaf verið þörf en nú er nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri og fasisma sem fer sem eldur í sinu um bæði Evrópu og Norður Ameríku og því hef ég ákveðið að senda ykkur til baka mína fálkaorðu. Henni er hér með skilað. Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara.

Virðingarfyllst,
Elísabet Ronaldsdóttir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips