fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Vinnudagur í paradís breyttist í fullkomna martröð

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 2. júlí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og þriggja ára starfsmaður Norwegian Cruise Lines, fyrirtækis sem sérhæfir sig í skemmtiferðarsiglingum, má teljast stálheppinn að vera á lífi eftir að vinnudagur í Karíbahafinu endaði með ósköpum um helgina.

Þannig er mál með vexti að maðurinn féll útbyrðis síðdegis á laugardag þegar hann var við vinnu sína. Ekki liggur fyrir hvað nákvæmlega fór úrskeiðis en skipið var statt rúmar tuttugu sjómílur norður af Kúbu.

Eftir að samstarfsmenn hans áttuðu sig á því að maðurinn hefði fallið útbyrðis var haft samband við strandgæsluna og var sendur út leitarflokkur í kjölfarið. Skipið sem maðurinn starfaði á tók þátt í leitinni en aðfaranótt sunnudags hélt það ferð sinni áfram.

Það var svo eftir hádegi á sunnudag að annað skemmtiferðaskip á svipuðum slóðum kom auga á manninn í hafinu. Skipverjar á skipinu, sem var frá Carnival Cruise, komu manninum um borð og var hann orðinn nokkuð þrekaður á volkinu í sjónum. Hann var þó við ágæta líkamlega heilsu en eðlilega orðinn nokkuð vonlítill um björgun og því hræddur um líf sitt.

Það varð manninum til happs að sjórinn á þessum slóðum er heitur og veður almennt gott á þessum árstíma. Maðurinn fór með skipinu áleiðis til Cozumel í Mexíkó þar sem honum var komið undir læknishendur.

„Þetta er ekkert minna en kraftaverk,“ segir Christine Duffy, forseti Carnival Cruise Line, í samtali við ABC News um leið og hún þakkaði kollegum sínum frá Carnival Cruise fyrir björgunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“
Fréttir
Í gær

Bátur strandaður á Jökulfjörðum

Bátur strandaður á Jökulfjörðum
Fréttir
Í gær

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
Fréttir
Í gær

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“