fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir gagnrýni íslenskra þingmanna, þá sérstaklega Pírata á þátttöku hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í gær fáránlega. Þetta kemur fram í frétt á vef danska ríkisútvarpsins DR.

Pia sem hélt ræðu á hátíðarfundinum segir allt hafa gengið eins og í sögu þangað til hún opnaði fjölmiðla. „Mér fannst þetta frábær dagur, allt þar til ég las fjölmiðla í morgun,“ segir Pia í samtali við DR.

Eins og greint hefur verið frá þá sniðgengu Píratar hátíðarfundinn til að mótmæla þátttöku Piu. Þá mættu nokkrir þingmenn með barmmerki sem á stóð Nej, til racisme.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í gær að Píratar geta ekki veitt Piu lögmæti með nærveru sinni. „Ég sé það sem svo að hið lýðræðislega tilraunaverkefni mannsins standi á tímamótum og hinum megin standi fasisminn,” segir Þórhildur við RÚV.

Pia gefur lítið fyrir þessi mótmæli Pírata og hvetur Pírata til að þroskast. „Ég held að þeir ættu að læra að þroskast. Mér sýnist Píratar vera að glíma við unglingavandamál,“ bætti hún við. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“
Fréttir
Í gær

Bátur strandaður á Jökulfjörðum

Bátur strandaður á Jökulfjörðum
Fréttir
Í gær

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
Fréttir
Í gær

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“