fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 11:41

Guðmundur Andri Thorsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og rithöfundur, lýsir á Facebook reynslu sinn af hátíðarþingfundinum umdeilda á Þingvöllum í gær. Hann segir þetta hafa verið sérkennilega lífreynslu.

„Rúturnar sem fluttu okkur þingmenn og aðra gesti til Þingvalla, og löggurnar sem fóru á undan með blikkandi ljósum og stöðvuðu umferð á meðan – þetta gerði álíka mikið fyrir ásýnd og virðingu Alþingis og Kjararáð hefur áður gert. Allt yfirbragð samkundunnar á Þingvöllum var eftir þessu; Almannagjá varð að Fámennisgjá. Maður sat þarna í kuldanum á pallinum og mínúturnar mjökuðust áfram; andspænis okkur var mótmælandi búinn að koma sér fyrir með vælugræju sem hann þeytti ótæpilega milli þess sem hann þrumaði eitthvað sem ég greindi ekki orðaskil í, en ég vonaði bara að hann færi sér ekki að voða. Fyrir vikið ómaði sérkennileg kakófónía í eyrum mér -ræður ráðherranna og ýlið í græjunni,“ segir Guðmundur Andri.

Hann segir að þetta hafi minnt sig á lagið Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarssonar eftir Megas: „Kannski var þetta sjálfur mishljómurinn í þjóðlífinu. Þetta var á nákvæmlega sama stað og herstöðvaandstæðingar mótmæltu á 1974, og voru handteknir og ákærðir fyrir gróðurspjöll. Bróðir minn var með í því og ég man að ég var mjög stoltur af því. Sjálfur var ég á verbúð í Eyjum það sumar unglingur, og ég man við sungum þá mjög oft Megasarlagið sem endar á linunum: „Því segi ég skál fyrir þingi og þjóð og allt það, / og firðum snjöllum sem þar hafa skrimt og hrokkið. / Við minnumst Ingólfs Arnarsonar í veislum, / en óskum þess að skipið hans, það hefði sokkið…““

Hann segir að ræða Piu Kjærsgaard hafi allt eins getað verið frá árinu 1918. „Svo talaði Pia og flutti mál sitt svo skýrt að maður skildi hvert einasta merkingarlaust orð. Þessi ræða var frá annarri öld, sennilega samin árið 1918. Hún hafði verið leidd til öndvegis þarna á pallinum, hjá forsetahjónunum okkar. Það var eins og við hefðum ákveðið að hætta þessu brölti og fara bara aftur undir danska stjórn. Schola Cantorum söng undur fallega og svo brunuðum við í bæinn aftur til baka við blikkandi ljós, meðan þjóðin beið í löngum röðum við hringtorgin sautján sem eru á leiðinni og hugskeytin úr bílunum dundu á manni. … Þetta var sérkennileg lífsreynsla,“ segir Guðmundur Andri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgvin fékk hótunarbréf frá verkstjóranum: „Ég brotnaði á endanum saman“

Björgvin fékk hótunarbréf frá verkstjóranum: „Ég brotnaði á endanum saman“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnlaus ofbeldismaður í Eyjum: Gómaður eftir að hafa barið þrjá

Stjórnlaus ofbeldismaður í Eyjum: Gómaður eftir að hafa barið þrjá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sonur Ólafar svipti sig lífi á geðdeild: „Ég er kominn til að segja þér að hann Hafliði er dáinn“

Sonur Ólafar svipti sig lífi á geðdeild: „Ég er kominn til að segja þér að hann Hafliði er dáinn“