fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sölvi Tryggva segir mikilvægt að næsti landsliðsþjálfari verði ekki með of stórt egó

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 11:00

Sölvi Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær sendi KSÍ út tilkynningu þess efnis að Heimir Hallgrímsson hefði ákveðið að semja ekki aftur við liðið og væri því formlega hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins. Strax í kjölfarið fóru landsmenn að spá í því hver gæti tekið við liðinu. Þekktir þjálfarar líkt og Sam Allardyce, Louis van Gaal og David Moyes hafa verið nefndir og sitt sýnist hverjum.

Einn þeirra sem tjáði sig um valið er fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason en hann var mikið í kringum liðið þegar hann gerði heimildarmyndina Jökullinn logar. Sölvi tjáði sig um málið í færslu á Facebook og segir mikilvægt að næsti landsliðsþjálfari verði ekki með of stórt egó.

Eftir að hafa verið innanbúðar með þessu liði í 2 ár og setið hér um bil hvern einasta liðsfund og verið innan um liðið alltaf þegar það hittist er í mínum huga eitt sem ekki má gerast. Að ráða í starfið gæja með of stórt egó sem ætlar að fara að sýna okkur hvernig á að vinna eftir hans höfði,“ segir Sölvi.

Sölvi segir liðið vel skipulagt og því mikilvægt að sá sem taki við liðinu fari ekki að rugga bátnum of mikið. „Þetta er líklega orðið ,,rútíneraðasta“ landslið heims, þar sem kjarninn hefur spilað saman í fleiri ár. Án vafa einnig eitt af þeim 5 sterkustu þegar kemur að leikskipulagi, þar sem hver einasti maður þekkir sitt hlutverk 100%. Mikið af lykil-leikmönnum eru enn á besta aldri og það er ekkert sem segir að ,,moment-ið“ okkar geti ekki haldið áfram í einhver ár í viðbót. Vísasta leiðin til að rjúfa það væri að fá inn stórt nafn sem gefur aldrei afslátt af sínum hugmyndum,“ segir hann.

Honum líst ekki á þau nöfn sem nefnd hafa veirð. „Að ráða Van Gal eða Allardyce væri algjörlega galið. Það væri kamikakaze að fá inn gæja sem finnst hann vera að gera Íslendingum greiða með því að þiggja lægri laun en hann er vanur og er stærri en starfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“