fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hótuðu manni barsmíðum ef hann tæki ekki pening út úr hraðbanka

Auður Ösp
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 19:18

Hinir ákærðu lögreglumenn undrast hörku lögregluembættisins í Vestmannaeyjum. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að þeir Hafsteinn Oddsson og Heimir Gylfason skuli hvor um sig sæta 6 mánaða fangelsi fyrir tilraun til ráns. Hafsteinn var jafnframt sakfelldur fyrir minniháttar líkamsárás og hinn fyrir umferðarlagabrot.

Fram kemur í ákæru að Hafsteinn og Heimir hafi aðfaranótt föstudagsins 18. mars 2016 hótað karlmanni  líkamsmeiðingum í því skyni að hafa af honum fjármuni. Fóru þeir með manninn að Landsbankanum að Bárustíg  í Vestmannaeyjum þar sem Hafsteinn fór með manninn inn í anddyri bankans þar sem hraðbanki er staðsettur og reyndi að neyða hann til að taka fjármuni út úr hraðbankanum. Hafsteinn meinaði manninum ítrekað að komast út úr anddyri bankans er hann gerði tilraun til þess. Á meðan beið Heimir beið fyrir utan anddyri bankans og stóð vörð er verknaðurinn átti sér stað en Hafsteinn hafði áður beðið hann að aðstoða sig við verknaðinn.

Samkvæmt frumskýrslu lögreglu kom brotaþolinn aðfaranótt 26.mars 2016 til að tilkynna um brotið var hann áberandi ölvaður og snöktandi. Þá bar hann áverka á hnakka sem eru í samræmi við frásögn hans um að hafa verið barinn í hnakkann.

Fram kemur að Hafsteinn sjáist  ásamt brotaþolanum á upptöku úr eftirlitsmyndavél í hraðbankanum. Þá gat brotaþolinn gefið afgerandi lýsingu á Heimi, en fyrir liggur að þeir þekktust ekkert fyrir atvikið.

Fyrir dómnum neituðu báðir mennirnir sök en Hafsteinn sagðist þó kannast við að hafa verið í hraðbankanum með brotaþolanum umrætt sinn. Hann gat hins vegar ekki gefið neinar frambærilegar skýringar á því.  Á meðan sagði Heimir að hann hefði verið að fá sér bjór á Lundanum þetta kvöld og hitt Hafstein.  Þeir hefði verið slakir og fengið sér bjór. Heimir sagðist hafa farið heim að sofa eftir þetta og sagðist ekkert muna eftir að hafa hitt einhverja fleiri inni á staðnum eða að Hafsteinn hefði beðið hann um að aðstoða sig við eitthvað. Sagðist hann hafa farið heim.

Að mati dómsins var framburður þeirra beggja fyrir dómi ótrúverðugur og afar brotakenndur en hvorugur þeirra sagðist muna eftir þessu kvöldi af nokkru viti. Framburður brotaþolans við aðalmeðferð þótti hins vegar afar trúverðugur og heilsteyptur.

Þeir voru því báðir fundir sekir um tilraun til ráns en ekki var  talið upplýst að Heimir hefði tekið þátt í því að hóta manninum líkamsmeiðingum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun