fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Fréttir

Alræmdur og dæmdur eltihrellir flýr til Íslands – „Það var gaman að hitta pabba þinn í dag“

Auður Ösp
Föstudaginn 13. júlí 2018 18:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítugur karlmaður frá Maryland fylki í Bandaríkjunum er sagður hafa flúið til Íslands eftir að hann var sakfelldur í heimalandi sínu fyrir að ofsækja fyrrum samstarfskonu sína. Greint er frá þessu á bandarískum fréttamiðlum á borð við STL, WJLA og DCW.

Eltihrellirinn heitir Ranjith Keerikkattil en umrætt mál nær aftur til ársins 2015. Fram kemur að Ranjith hafi komist í kynni við þolanda sinn þegar hún var ráðin til vinnu í sama fyrirtæki og hann, ráðgjafafyrirtæki í Virgínufyllki.  Konan sagði Ranjith hafa stöðugt gengið á eftir henni og sent henni fjölda skilaboða, jafnvel þótt hún hafi lýst því yfir að hún hefði ekki áhuga á frekari kynnum. Hann var á endanum rekinn frá fyrirtækinu og jukust þá ofsóknir hans á hendur konunni enn frekar, bæði á netinu og í eigin persónu.

Meðal annars birti hann níðrandi ummæli og falskar ásakanir á hendur konunni á netinu og í fjölda tölvupóstum til samstarfsfélaga hennar. Þess á milli sat hann fyrir henni á almenningsstöðum, meðal annars á kaffihúsi. Þrátt fyrir að hafa verið meinað að hafa samband við konuna héldu ofsóknir hans áfram og sendi hann skilaboð á borð við:  „Á hverjum degi hugsa ég um þig og þegar ég fer að sofa þá hugsa ég um þig.“

Þá kemur fram að í október 2015 hafi hann fundið heimilsfang foreldra konunnar í Oregon og eytt þremur klukkustundum í að keyra þangað. Bankaði hann síðan upp á hjá foreldrum hennar en þegar faðir konunnar kom til dyra bar hann strax kennsl á eltihrelli dóttur sinnar, flýtti sér að loka dyrunum og hringdi síðan á Neyðarlínuna. Í kjölfarið sendi Ranjith konunni smáskilaboð þar sem stóð: „Það var gaman að hitta pabba þinn í dag.“

Hann var handtekinn í desember 2015 og ákærður fyrir ofsóknir.

Eftir að kviðdómur fann Ranjith sekann síðastliðinn mánudag gaf dómari þau fyrirmæli að hann skyldi látinn laus þar til refsing hans væri kveðin upp þann 14 september næstkomandi. Var honum gert að mæta aftur í dómshúsið daginn eftir svo hægt væri að setja á hann ökklaband.

Á þriðjudagsmorgun lét hann síðan ekki sjá sig og kemur fram í bandarískum fréttum að hann hafi flúið frá Bandaríkjunum til Íslands.

Ranjith á yfir höfði sér allt að árs fangelsi fyrir ofsóknirnar og hefur nú einnig verið ákærður fyrir brot á reglum réttarins en slíkt varðar allt að fimm ára fangelsi.

Ekki er greint nánar frá atvikum málsins en fram kemur að Ranjith verði handtekinn á ný þegar hann snýr aftur til Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“
Fréttir
Í gær

Bátur strandaður á Jökulfjörðum

Bátur strandaður á Jökulfjörðum
Fréttir
Í gær

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
Fréttir
Í gær

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“