fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gabbið reyndist dýrkeypt – Dæmdur í 12 ára fangelsi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. júní 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlskum dómara var ekki hlátur í huga þegar hann ákvað að dæma Manodh Marks, 26 ára karlmann, í 12 ára fangelsi fyrir gabb sem vakti ótta og skelfingu hjá fjölda fólks.

Maðurinn hótaði að sprengja upp flugvél Malaysia Airlines í maí á síðasta ári en um borð voru um 200 manns. Vélin sem um ræðir var á leið frá Ástralíu til Kuala Lumpur í Malasíu og var nýfarin í loftið þegar Marks tilkynnti farþegum að hann væri með sprengju. Var hann með einhverskonar raftæki með blikkandi ljósum og vakti hótunin, eðli málsins samkvæmt, mikinn ótta hjá farþegum og áhöfn.

Malaysia Airlines hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin misseri en árið 2014 var farþegavél félagsins skotin niður yfir Úkraínu. Í mars það ár hvarf vél 370 af ratsjám og hefur ekkert spurst til hennar síðan. Málinu var því eðlilega tekið alvarlega og voru áföllin árið 2014 mörgum farþegum eflaust í fersku minni.

Talið er að Marks, sem er ríkisborgari Sri Lanka, hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar atvikið varð. Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi eftir sprengjuhótunina og sneri flugvélinni við til Melbourne þar sem Marks var handtekinn. Áður en að því kom höfðu farþegar og starfsfólk um borð í vélinni tekist að yfirbuga hann og binda við sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“