fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Þessi mynd hefur vakið mikla reiði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júní 2018 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiði hefur blossað upp á samfélagsmiðlum eftir að fréttaljósmyndari náði býsna magnaðri mynd af konu sem lá slösuð á járnbrautarteinum í ítölsku borginni Piacenza á dögunum.

Konan sem um ræðir, kanadískur ferðamaður, varð fyrir lest og á meðan sjúkraflutningamenn hlúðu að konunni sá óþekktur karlmaður, mögulega ferðamaður, ástæðu til að taka af sér sjálfsmynd með konuna í bakgrunni.

Ljósmyndarinn, Giorgio Lambri, náði aftur á móti mynd af ferðamanninum og hafa allir helstu fréttamiðlar Ítalíu – og víðar, BBC til dæmis – birt myndina.

Eðli málsins samkvæmt hefur myndin vakið talsverða umræðu um velsæmi, sómatilfinningu og náungakærleik sem sumir virðast eiga erfitt með að sýna. Velta sumir því fyrir sér hvernig fólk hefur það í sér að taka mynd í aðstæðum sem þessum.

Að því er BBC greinir frá hafði lögregla hendur í hári mannsins sem tók sjálfsmyndina og bað hann vinsamlegast um að eyða myndinni. Maðurinn er sagður hafa gert það en engin lög virðast ná yfir gjörning sem þennan og því var maðurinn ekki kærður.

Konan sem um ræðir slasaðist alvarlega, sem fyrr segir, og þurftu læknar að fjarlægja annan fótlegg hennar.

Myndina sem um ræðir má sjá hér að neðan:

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“
Fréttir
Í gær

Bátur strandaður á Jökulfjörðum

Bátur strandaður á Jökulfjörðum
Fréttir
Í gær

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
Fréttir
Í gær

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“