fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Nikolaj borðar eina pítsu á dag og hefur sjaldan verið í betra formi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júní 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er stundum haldið fram að það borgi sig að halda sig fjarri pítsunum þegar koma á línunum í dag. Vissulega má færa rök fyrir því að óhóflegt pítsuát sé óhollt en Daninn Nikolaj Bach hefur fundið hina fullkomnu leið til að borða pítsu á hverjum degi og léttast á sama tíma.

Í sex vikur hefur Nikolaj, sem starfar sem einkaþjálfari, borðað pítsu á hverjum einasta degi. Hann borðar eina pítsu, sem fyrr segir, en passar sig á að borða hollan mat þess á milli. Eina óhollustan, ef svo má segja, er pítsan.

Árangurinn hefur ekki látið á sér standa því hann hefur lést um 3,2 kíló á þessum sex vikum og fituprósentan er farin úr 13,3 prósentum í 10,4 prósent.

Nikolaj kallar mataræðið sem hann er á pítsakúrinn og hvetur hann fólk til að feta í sín fótspor.

Hann segir í samtali við BT í Danmörku að reynsla hans úr einkaþjálfarabransanum hafi fengið hann til að hugsa.

„Á hverjum degi hitti ég fólk sem langar að léttast en er í vandræðum með það. Það veit ekki hvað það á að borða, hvaða matur er hollur eða óhollur,“ segir hann og bætir við að málið snúist ekki endilega um hollan eða óhollan mat. Miklu frekar snúist það um hiteiningafjöldann sem þú innbyrðir.

„Þú getur borðað það sem þú vilt, en það er mikilvægt að hafa í huga að það skiptir máli hversu mikið þú borðar. Þú getur borðað pítsu, köku eða hamborgara ef það er það sem þú vilt,“ segir hann og bætir við að svo lengi sem þú gerir það ekki í óhóflegu magni sé það í lagi.

Nikolaj segir að það hafi komið mörgum skjólstæðingum hans á óvart að það sé hægt að léttast án þess að borða bara kjúkling og brokkolí.

Henrik Duer, þekktur sérfræðingur um næringu í Danmörku og þáttastjórnandi Extremt Fed í Danmörku segir að þetta sé allt saman hárrétt hjá Nikolaj. „Ég get útbúið McDonald‘s kúr og þú munt léttast. Þetta snýst allt um jafnvægi á milli brennslu og hitaeininga sem þú innbyrðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga