fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sumarleyfið breyttist í martröð – fannst á lífi fyrir algjöra tilviljun

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. júní 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engum ofsögum sagt að 55 ára kona, Olga Kuldo, geti þakkað fyrir að vera á lífi eftir að hafa lent í ótrúlegum ógöngum við grísku eyjuna Krít í Miðjarðarhafinu.

Olga, sem er frá Zelenograd í Rússlandi, var stödd í sumarleyfi á Krít þegar hún ákvað að skella sér í sjóinn á vindsæng. Hún virðist hafa legið þar í dágóða stund því þegar hún rankaði við sér var hún komin langt frá landi. Hún reyndi hvað hún gat að koma sér aftur að landi en án árangurs, meðal annars vegna öflugra hafstrauma á þessu svæði.

Tæpum sólarhring síðar, 21 klukkutíma nánar tiltekið, fannst Olga á vindsænginni en þá var hún komin rúma ellefu kílómetra frá landi. Það var flugvél, sem hefur eftirlit með ólöglegum fólksflutningum á Miðjarðarhafi, sem kom auga á Olgu. Eðli málsins samkvæmt var hún orðin nokkuð þrekuð og sólbrunnin, eftir allan þennan tíma í sólinni.

Olga var á ferð með eiginmanni sínum, Oleg, og dóttur, Yuliu, á Rethymno. Þau létu yfirvöld vita þegar Olga skilaði sér ekki heim á hótelið. Hún var flutt á sjúkrahús vegna ofþornunar og brunasára en mun þó vera á batavegi sem betur fer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“
Fréttir
Í gær

Bátur strandaður á Jökulfjörðum

Bátur strandaður á Jökulfjörðum
Fréttir
Í gær

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
Fréttir
Í gær

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“