fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Fréttir

Sonur Tom Jones býr á götunni: Syngur lög eftir föður sinn og betlar – Vill aðeins eitt frá föður sínum | Myndband

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 3. júní 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jonathan Berkery er 29 ára, heimilislaus karlmaður sem hefst við á götum New Jersey. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að faðir hans er enginn annar en tónlistarmaðurinn Tom Jones.

Óhætt er að segja að aðstæður feðganna séu ólíkar. Eignir Tom, sem var ein af tónlistarstjörnum 20. adarinnar, eru metnar á 155 milljónir punda, vel á þriðja tug milljarða króna en á sama tíma á Berkery ekki krónu með gati.

Jon hefur aldrei hitt föður sinn þrátt fyrir að mörg ár séu liðin síðan faðernið var viðurkennt. Þegar Tom var 47 ára átti hann í stuttu ástarsambandi með ungri fyrirsætu að nafni Katherine Berkery. Katherine var aðeins 24 ára á þessum tíma, í október 1987, en í júní árið 1988 kom Jon í heiminn. Tom þvertók fyrir það til að byrja með að vera faðir hans, þrátt fyrir að DNA-próf hefði síðar leitt annað í ljós. Það var ekki fyrr en árið 2008 að Tom viðurkenndi að vera faðirinn.

Líf Jon hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hann ólst upp föðurlaus og hefur átt erfitt með að sætta sig við að faðir hans vilji ekkert með hann hafa. Í viðtali við Mail Online fyrir skemmstu sagðist hann þó ekki vera búinn að gefa upp alla von.

„Mig langar að tala við hann um venjulega hluti, eins og: „Hvernig hefur líf þitt verið?“ Svona hefur mitt líf verið. Hann er að eldast, gæti verið veikur en mig langar að hitta hann áður en það verður of seint.“

Jones var gert að greiða meðlag með Jon á sínum tíma, 1,700 pund á mánuði, þar til hann varð átján ára. Tom gerði það en hefur aldrei viljað hitta son sinn eða hafa einhver afskipti af honum. Þetta afskiptaleysi og sú staðreynd að hann ólst upp án föðurímyndar hafði skaðleg áhrif á hann, segir Jon.

Hann fór ungur að neyta áfengis og fíkniefna og átti erfitt með að haldast í vinnu. Á undanförnum árum hefur hann stundum ekki haft þak yfir höfuðið, eins og raunin er í dag. Hann kallar gistiskýli í New Jersey heimili sitt og vinnur í einn klukkutíma á dag – meira er það ekki.

Á dögunum náðist meðfylgjandi myndband af Jon syngja lagið Delilah, einn stærsta smell föður hans. Jon á það til að grípa í gítarinn og syngja lög á meðan hann betlar peninga frá vegfarendum. Í nýju viðtali við Mail Online segir Jon að hann vilji aðeins fá eitt frá föður sínum, það er viðurkenningu frá Tom á því að hann sé faðir hans. Hann vilji ekkert með peningana hans gera. „Það var erfitt að alast upp án föður. Það eina sem ég vildi var ást frá honum. Það eru ýmsir sem hafa haft orð á því að ég sé eins og ung útgáfa af föður mínum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“
Fréttir
Í gær

Bátur strandaður á Jökulfjörðum

Bátur strandaður á Jökulfjörðum
Fréttir
Í gær

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
Fréttir
Í gær

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“