fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Vann tvisvar sinnum í sama Lottó-útdrætti: Notar alltaf sömu tölurnar

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 25. júní 2018 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinni vinningshafinn úr 72 milljóna Lottópottinum skilaði sér á föstudaginn var, sem og tvöfaldur Jóker vinningshafi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Getspá og segir þar að að sami aðili hafi keypt báða vinningsmiðana í Jókernum, fyrst í Hveragerði og svo á Selfossi, þar sem hann keypti sér annan miða, bara til að vera handviss.

Umræddur maður notar alltaf sömu Jókertölurnar sem reyndust honum svona glimrandi vel í þetta skiptið. Hann var með allar tölur réttar, í réttri röð og fékk því samtals 4 milljónir króna.

Annar vinningshafi stóra Lottóvinningsins úr þar síðasta úrdrætti, sem er maður á fullorðinsaldri, hafði farið í Snæland á dögunum til að kaupa Vikingalottómiða og bað um að láta skoða gamla Lottómiðann í leiðinni. Ekki vissi hann þá að á honum leyndist vinningur upp á rétt tæplega 36 milljónir.

Kemur fram í fréttatilkynningunni að manninum ásamt eiginkonu sinni hafi fundist stórmerkilegt að hafa unnið allar þessar milljónir. Hjónin töldu sig nú ekkert hafa við þær að gera og ætla að leyfa börnunum sínum að njóta vinningsins með sér. Við fréttirnar í Snælandi var geðshræringin slík að maðurinn steingleymdi að kaupa sér Vikingalottómiðann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu