fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Faðir og tvær dætur í hættu á Ísafirði

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 25. júní 2018 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir á Ísafirði og Hnífsdal voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag vegna fólks í sjálfheldu ofarlega í Eyrarfjalli ofan við Ísafjörð.

Samkvæmt Halldóri Óla Hjálmarssyni hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar var um að ræða karlmann á fertugsaldri með tvær stúlkur á aldrinum sjö og tíu ára. Segir Halldór að tólf björgunarsveitarmenn héldu í útkallið rúmum hálftíma eftir að beiðni um aðstoð barst.

Maðurinn og börnin höfðu setið föst við Eyrarfjall og treystu þau sér hvorki áfram upp né niður fjallið. Voru þau orðin skelkuð að sögn Halldórs og óskuðu eftir aðstoð þar sem jarðvegurinn við fjallið er laus og hlíðarnar brattar.

Maðurinn og börnin eru óslösuð og heilsast þeim vel en var þeim orðið afar kalt eftir atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ók ofan í húsgrunn – Gluggagægir læddist um Breiðholt

Ók ofan í húsgrunn – Gluggagægir læddist um Breiðholt
Fréttir
Í gær

Hissa á að Zidane sé mættur aftur

Hissa á að Zidane sé mættur aftur