fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Borgarstjóri á ferð og flugi milli Reykjavíkur og Rússlands

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 23. júní 2018 16:30

Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarnir dagar hafa verið annasamir hjá Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. Hann flaug til Moskvu og fylgdist með leik Íslands og Argentínu um síðustu helgi en hélt síðan beint aftur heim til Íslands til þess að vera viðstaddur fyrsta borgarstjórnarfund kjörtímabilsins. Með Degi í för var aðstoðarmaður hans, Pétur Ólafsson. Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn DV kemur fram að borgarstjóri og aðstoðarmaður hans hafi greitt fyrir ferðina úr eigin vasa og að Dagur muni ekki gegna neinum opinberum embættisverkum ytra.

Dagur staldraði síðan stutt við á Íslandi því hann flaug utan til Volgograd í gær, fimmtudag, þar sem hann hyggst vera viðstaddur leik Íslands og Nígeríu. Þaðan verður förinni haldið áfram til Rostov þar sem Dagur mun vera viðstaddur lokaleik riðilsins milli Íslands og Króatíu. Þessi síðari ferð er hluti af sumarfríi borgarstjórans og með honum í för er bróðir hans og synir þeirra. Reykjavíkurborg ber því engan kostnað af ferðum borgarstjórans til Rússlands.

Íslenskir skattgreiðendur sleppa þó ekki alveg við að borga undir fyrirmenni til Rússlands. Fjölmiðlar höfðu greint frá því að forsetaembættið hefði greitt undir ferð forsetafrúarinnar Elizu Reid og sona hennar til Rússlands þar sem hún var viðstödd leik Íslands og Argentínu. Fram kom að ekki hefði verið um opinbera ferð að ræða en að ferðin félli undir „verk og verksvið forsetafrúarinnar. Meðal annars verkefnið „Team Iceland“,“ eins og kom fram í svari embættisins. Þá greindi Kjarninn frá því að forsetaembættið hefði að auki greitt undir för annars embættismanns til þess að fylgja Elizu Reid út.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Eiríkur bar mislinga til landsins: „Mér fannst ég satt best að segja vera alveg að drepast“

Eiríkur bar mislinga til landsins: „Mér fannst ég satt best að segja vera alveg að drepast“
Fréttir
Í gær

Halldór Benjamín slapp undan 25 milljóna skuld: „Þetta er bara það sem var gert og það var fullkomlega eðlilegt“

Halldór Benjamín slapp undan 25 milljóna skuld: „Þetta er bara það sem var gert og það var fullkomlega eðlilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anton Örn gómaður með sýru og gervigras á Litla-Hrauni

Anton Örn gómaður með sýru og gervigras á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Jón Gnarr sýna nasistum fordóma: „Mögulega fordómafyllsta tíst sem ég hef séð“

Segir Jón Gnarr sýna nasistum fordóma: „Mögulega fordómafyllsta tíst sem ég hef séð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frumvarp Svandísar lagt fram: Fíklar á Íslandi geti sprautað sig í æð í neyslurými undir eftirliti

Frumvarp Svandísar lagt fram: Fíklar á Íslandi geti sprautað sig í æð í neyslurými undir eftirliti