fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Níu ára stúlka send í meðferð vegna tölvuleikjafíknar

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ára gömul stúlka hefur verið send í meðferð vegna tölvuleikjafíknar eftir að hún ánetjaðist leiknum Fortnite á XBox. Foreldrar stúlkunnar segja í samtali við breska dagblaðið Mirror að stúlkan hafi þóst fara að sofa en vakið svo allar nætur að spila en sofnað í skólanum á daginn.

Á einum tímapunkti hafi hún sleppt því að fara á klósettið til að fara ekki frá leiknum. Síðan hafi hún tryllst og slegið föður af öllum krafti þegar hann fjarlægði tölvuna.

„Við höfðum ekki hugmynd um að leikurinn væri svona ávanabindandi þegar við leyfðum henni að spila, hvað þá að þetta mynd hafa áhrif á geðheilsu hennar,“ segir Carol, móðir hennar. „Við sendum hana í fíknimeðferð vegna þess að hún virkaði eins og fíkill í fráhvörfum þegar tölvan var tekin af henni. Þetta var orðið mjög slæmt, spilaði í 10 tíma, svaf ekki og pissaði í buxurnar því hún gat ekki farið frá leiknum.“

Foreldrar hennar höfðu ekki áttað sig á vandanum fyrr en þau fengu símtal frá skólanum um að hún hafi sofnað í tíma. Tók hún þá eftir því að stúlkan hafi tekið kreditkortið hennar og notað til að kaupa hluti inni í leiknum, vandi sem vitað er að íslenskir foreldrar hafa þurft að glíma við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala