fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Kristín biðlar til hjólreiðamanna: „Oft brugðið illilega þegar hljóðlaust er hjólað fram úr mér“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Þorkelsdóttir myndlistarmaður biðlar til hjólreiðafólks um að nota bjölluna þegar farið er framúr vegfarendum sem fara hægar, en hún notar gjarnan göngugrind og er nýlega komin á rafskutlu. Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag segir hún að þegar hún fór í fyrradag úr Kópavogi yfir á Arnarnes á rafskutlunni sinni hafi 20 hjólreiðamenn tekið fram út henni á 20 mínútum:

„Und­an­farið hef­ur mér oft brugðið illi­lega þegar hljóðlaust er hjólað fram úr mér. Í fyrra­dag fóru yfir 20 hjól­reiðamenn fram úr mér á litl­um 20 mín­út­um þegar ég brá mér úr Kópa­vogi yfir á Arn­ar­nes á ynd­is­leg­um hjóla- og göngu­stíg meðfram Hafn­ar­fjarðar­vegi. Eng­inn þeirra gerði vart við sig með bjöll­unni,“ segir Kristín. „Lítið tíst úr hjóla­bjöll­unni eða smá flaut úr eig­in munni kem­ur í veg fyr­ir að maður stígi til hliðar í veg fyr­ir hjólið, sem get­ur hæg­lega gerst því hjól­reiðar eru svo dá­sam­lega hljóðlát­ar og svíf­andi!“

Kristín biðlar til hjólreiðafólks að gera vart við sig, er hún sannfærð að þetta sé aðeins skilningsleysi sem auðvelt sé að laga: „Hjóla­fólkið þarf á til­lits­semi bíl­stjór­anna að halda og við sem ferðumst um á göngu­hraða á sömu stíg­um og þið á hjól­un­um þurf­um á til­lits­semi ykk­ar að halda!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás
Fréttir
Í gær

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs
Fréttir
Í gær

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“