fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Fréttir

Túrismi er miklu verri fyrir umhverfið en vísindamenn töldu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn sem fljúga heimshorna á milli gera náttúrunni miklu meiri skaða en vísindamenn töldu. Þetta er samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í tímaritinu Nature á dögunum.

Í rannsókninni voru fleiri þættir en flugferðir teknir inn í reikninginn. Samkvæmt niðurstöðunum ber túrismi ábyrgð á um átta prósentum útblásturs gróðurhúsalofttegunda á borð við koldíoxíðs í heiminum. Þetta er um þrisvar sinnum meira en áður var talið.

Vísindamennirnir skoðuðu venjur ferðamanna í um 160 löndum um allan heim. Auk þess að taka ferðalög, til dæmis með flugvélum, strætisvögnum, rútum, bílaleigubílum og lestum, með í reikninginn voru matar- og verslunarvenjur skoðaðar.

Þetta er vissulega misjafnt milli ríkja og segir Dr. Aunima Malik, vísindamaður við University of Sydney, að túrismi beri ábyrgð á um 80 prósentum útblásturs á vinsælum ferðamannastöðum, til dæmis Maldvíeyjum og Seychelleyjum.

„Þessi litlu eyríki eru í sérstökum vanda því þau reiða sig að stóru leyti á ferðamennsku,“ segir Malik sem bendir á að sama tíma og túrismi sé að aukast á heimsvísu hafi aldrei verið mikilvægara en nú að gera hann sjálfbæran.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“
Fréttir
Í gær

Bátur strandaður á Jökulfjörðum

Bátur strandaður á Jökulfjörðum
Fréttir
Í gær

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
Fréttir
Í gær

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“