fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Norsk kona gekk til liðs við Íslamska ríkið – Er nú í Sýrlandi og grátbiður um að fá að koma heim – Dómsmálaráðherrann segir þvert nei

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. maí 2018 08:20

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

100 manns fóru frá Noregi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS). 30 þeirra eru enn í Sýrlandi. Í flóttamannabúðum í norðurhluta landsins eru Aisha Shezadi og tveggja ára sonur hennar. Shezadi fór til Sýrlands 2014 og gekk til liðs við IS. Nú vill hún komast heim til Noregs og biðlar til norskra stjórnvalda um að hjálpa þeim mæðginunum heim. En dómsmálaráðherrann er ekki á þeim buxunum.

Af þeim 30 Norðmönnum sem enn eru í Sýrlandi eru nokkrir í haldi og grátbiðja norsk stjórnvöld um aðstoð, þar á meðal Shezadi. Kúrdísk stjórnvöld hafa einnig beðið norsk stjórnvöld um að taka við öllum þeim Norðmönnum sem börðust fyrir IS og börnum þeirra. 10 norskar konur fóru til Sýrlands og eignuðust þær um 20 börn þar í landi að sögn norsku leyniþjónustunnar.

„Við höfum verndað allan heiminn með því að berjast við hryðjuverkamennina. Hryðjuverkamennirnir hafa safnast saman í Sýrlandi, landinu okkar. Þetta er mikil byrði fyrir okkur.“

Segir Siham Kario, talsmaður Kúrda í utanríkismálum, eftir því sem TV2 segir. Hún óskar eftir að hvert ríki sæki sitt fólk, liðsmenn IS, konur og börn.

En norskir liðsmenn IS þurfa ekki að gera sér miklar vonir um aðstoð frá norskum stjórnvöldum segir Tor Mikkel Wara dómsmálaráðherra.

„Norskir ríkisborgarar sem fara til ríkis eins og þessa taka mikla persónulega áhættu og ábyrgð og geta ekki reiknað með aðstoð frá norskum yfirvöldum.“

Ef fólkið kemur aftur til Noregs á það ákærur yfir höfði sér.

Eins og DV skýrði nýlega frá þá er viðhorf danskra stjórnmálamanna svipað viðhorfi norska dómsmálaráðherrans. Þeir dönsku telja að ekkert liggi á að fá danska liðsmann IS heim aftur en hann situr nú í fangelsi í Tyrklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír íslenskir piltar ákærðir í stóru fíkniefnamáli: Brynjar, Dagur og Halldór sakaðir um smygl á 16 kílóum

Þrír íslenskir piltar ákærðir í stóru fíkniefnamáli: Brynjar, Dagur og Halldór sakaðir um smygl á 16 kílóum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur hoppandi illur út í Landsbankann: „Greiða 483 þúsund meira í vaxtakostnað á ári“

Vilhjálmur hoppandi illur út í Landsbankann: „Greiða 483 þúsund meira í vaxtakostnað á ári“