fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Mikil reiði vegna tölvuleiks: Börn setja sig í hlutverk byssumanns í skóla

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 31. maí 2018 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 120 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að tölvuleikurinn Active Shooter verði bannaðar. Tölvuleikurinn sem um ræðir er að vísu ekki kominn út, en ef allt gengur eftir hjá framleiðendum leiksins verður hann aðgengilegur á Steam þann 6. júní næstkomandi.

Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða tölvuleik þar sem byssumaður gengur laus. Fréttir af óhugnanlegum skotárásum, þá sérstaklega í skólum í Bandaríkjunum, hafa vakið óhug margra og eru margir þeirrar skoðunar að takmarka þurfi byssueign Bandaríkjamanna.

Í Active Shooter geta spilarar sett sig í hlutverk byssumanns sem gengur laus í ónefndum skóla í Bandaríkjunum. Þá geta þeir einnig sett sig í hlutverk lögreglumanna sem reyna að stöðva byssumanninn. Í einu skjáskoti sem dreift hefur verið um netið má sjá fjölda þeirra lögreglumanna og óbreyttra borgara sem byssumaðurinn hefur skotið. Virðist eitt af markmiðunum vera að drepa sem flesta.

Þó að leikurinn sé ekki ætlaður börnum eru börn og unglingar stærsti aldurshópurinn sem spilar tölvuleiki. Hafa aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar áhyggjur af því hvaða skilaboð leikurinn sendir og áhrifum sem hann hefur á börn og unglinga sem hugsanlega standa höllum fæti félagslega.

Fjölmargir hafa gagnrýnt leikinn, þar á meðal stjórnmálamenn og aðstandendur þeirra sem hafa látist í skotárásum í Bandaríkjunum. Forsvarsmenn Active Shooter útiloka ekki að sá möguleiki verði tekinn úr leiknum að setja sig í hlutverk byssumannsins. Eingöngu verði hægt að setja sig í hlutverk lögreglumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Brýtur Bjarni siðareglur?

Brýtur Bjarni siðareglur?
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pólverjar afturkalla framsalskröfu og alþjóðlega handtökuskipun í Euro-Market málinu

Pólverjar afturkalla framsalskröfu og alþjóðlega handtökuskipun í Euro-Market málinu
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Í gær

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni