fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Lögreglumorðinginn í Liége myrti fjóra – Lögreglan fann lík fjórða fórnarlambsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. maí 2018 07:46

Lögreglukonurnar Soraya Belkacemi og Lucille Garcia sem Herman myrti. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Herman, sem myrti tvær lögreglukonur og óbreyttan borgara í belgísku borginni Liége í gær, myrti einn til viðbótar áður en hann réðst á lögreglukonurnar. Jan Jambon, innanríkisráðherra, skýrði frá þessu nú í morgun.

Het Laatste Nieuws segir að Herman hafi myrt fyrrum klefafélaga sinn úr fangelsi áður en hann réðst á lögreglukonurnar aftan frá og stakk þær með hníf. Hann náði síðan skotvopnum þeirra og skaut þær til bana. Því næst skaut hann ungan karlmann til bana en sá sat í bíl sínum. Eftir það fór hann inn í skóla og tók ræstingakonu sem gísl. Hún slapp ómeidd frá hildarleiknum en lögreglan skaut Herman til bana.

Herman var að afplána dóm en hafði fengið leyfi til útivistar úr fangelsinu skömmu fyrir morðin en hafði ekki skilað sér aftur á tilsettum tíma.

Belgísk yfirvöld segja að ýmislegt bendi til að hér hafi verið um hryðjuverk að ræða en Herman var á lista yfirvalda yfir hugsanlega öfgasinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“
Fréttir
Í gær

Bátur strandaður á Jökulfjörðum

Bátur strandaður á Jökulfjörðum
Fréttir
Í gær

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
Fréttir
Í gær

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“