fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Fréttir

Úlfúð vegna sálfræðings: „Ólosuð standpína getur valdið hörmungum, ofbeldi, caos og dauða“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. maí 2018 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er sá fyrsti sem reynir að skilja að standpína er ekki hlægileg, hún er neyðarkall, ákall um hjálp, ólosuð standpína getur valdið hörmungum, ofbeldi, caos og dauða.“ Þetta segir Andri Snær Magnason, skáld og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, í kaldhæðnum tón í nokkuð löngum deiluþræði á Facebook-vegg Illuga Jökulssonar um kanadíska sálfræðinginn Jordan Peterson. Fjöldi þjóðþekktra manna skiptist þar í fylkingar og deila um hvort Peterson sé óforskammaður kvenhatari eða misskilinn snillingur. Peterson mun halda fyrirlestur á Íslandi í sumar.

Peterson er fyrst og fremst umdeildur vegna skoðana sinna um eðli kynjanna tveggja, femínisma og pólitísks rétttrúnaðar. Hann hefur til að mynda spáð því að jafnlaunavottorðið á Íslandi myndi hrynja innan fimmtán ára. Peterson fullyrðir að ekki sé hægt að leysa fjölþætt vandamál líkt og mun launa karla og kvenna á þennan hátt. Hér má lesa nánar um skoðanir Peterson.

Illugi deilir frétt New York Times um Peterson en fylgjendur hans segja snúið úr orðum hans í þeirri grein. Illugi er þó á öðru máli. „Um daginn missti ég út úr mér á Facebook að Jordan Peterson væri hálfviti. Og þá reis upp hópur miðaldra karlmanna (og bráðum miðaldra) og skömmuðu mig. Peterson væri hvorki meira né minna en „merkasti hugsuður samtímans“. (Varst það ekki þú sem sagðir það, Frosti?) Nú er það vissulega rétt að maður á ekki að kalla annað fólk hálfvita. En ég ætla þó að leyfa mér að kalla þær skoðanir hans sem hér birtast svo hálfvitalegar að það er beinlínis hlægilegt að einhverjir (karlmenn) skuli leggja við eyrun,” skrifar Illugi.

Fyndinn?

Einn sá fyrst til að tjá sig er Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem skrifar: „Þessi skemmtilega lýsing á óvenju sjálfbirgingslegum og gersamlega húmorlausum manni (leiðinlegt fyrir okkur að hann skuli minna á kött) leiðir hugann að kunnum ummælum Bobs Dylan í öðru samhengi: „I accept chaosIm not sure whether it accepts me.““

Gunnlaugur Jónsson, einn skipuleggjandi fyrirlestrar Peterson á Íslandi, spyr á móti hvað hann hafi fyrir sér hvað varðar húmorsleysi hans. „Þannig var honum lýst í greininni. Horfði svo á fyrirlestur og sá að þetta var ekki alveg sanngjörn lýsing á manninum. Þó myndi ég ekki kannski segja að leiftrandi gamansemi einkenni málflutning hans, sem snerist um þá lærdóma sem okkur ber að draga af lífsháttum humarsins,“ svarar Guðmundur Andri.

Þorfinnur gagnrýnir fylgjendur

Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður gagnrýnir Peterson einna harðast, eða réttara sagt fylgjendur hans: „Pínlegt að fylgjast með hvernig hópur karlmanna fylgir þessum predikara í blindni. Gagnrýnislaust.“

Þessu svarar Gunnlaugur og segist ekki kannast við þessa gagnrýnisleysi: „Ég er í nokkrum hópum áhugamanna um það sem Jordan Peterson hefur fram að færa. Þeir einkennast alls ekki af gagnrýnisleysi. Mér sýnist þú ekki hafa þekkingu á því sem kýst að tjá þig um.“

Þorfinnur svarar: „Ég var reyndar ekkert að tala um þig sérstaklega, enda finnst mér þú ekki falla undir þennan hóp sem ég var að vísa í. Svo það er óþarfi að taka eitthvað slíkt til sín, sem ekki var beint til þín. Hitt finnst mér samt bæði billegt og ómálefnalegt, að saka aðra um þekkingarleysi, einfaldlega vegna þess að viðkomandi hafa aðrar skoðanir á málflutningi þessa manns. Við getum alveg verið ósammála, án þess að ég saki þig um þekkingarleysi. Og það ættir þú ekki heldur að gera, enda snýst málið ekkert um það. Við höfum öll næga þekkingu til að mynda okkur skoðanir á málflutningi þessa Jordans.“

Minnir á predikara

Þá segir Gunnlaugur: „Ég tók þetta ekki til mín. En ég þekki engan svona hóp karlmanna sem fylgir honum í blindni. Og ég fylgist ágætlega með, eins og ég bendi á. Hefur þú rekist á svona hóp?“

Þorfinnur svarar að bragði: „Ég er að vísa í umræður á samfélagsmiðlum, t.d. á facebookyoutube og á fjölmörgum fréttasíðum, bæði innlendum og erlendum. Stundum minnir umræðan óþægilega mikið á gagnrýnislausa fylgjendur sjónvarpspredikara, fyrirgefðu en það er haugur af mönnum þarna úti sem fylgja honum í algerri blindni. Maður þarf að vera blindur til að sjá það ekki.“

Þessar deilur halda áfram án nokkrar sérstakrar niðurstöðu en Þorfinnur segir að lokum: „Ofsafengnu viðbrögðin við þessu viðtali voru nánast eingöngu á meðal stuðningsmanna hans, ekki öfugt. Merkilegt hve margir telja sig knúna til að ‘útskýra’ orð hans eða ‘leiðrétta misskilning’ um hans málflutning. Og það má í fúlustu alvöru hafa áhyggjur af því, þegar fréttakonu er hótað líkamlegu ofbeldi af fjölda æstra karlmanna, fyrir það eitt að fara ekki silkihönskum um goð þeirra. Ofsafengin viðbrögð er jafnvel under-statement, ef eitthvað er.“

Bubbi segir hann hálfvita

Deilunum var þó ekki lokið en Frosti Logason, útvarpsmaður í Harmageddon, segir frétt New York Times óheiðarlega. „Þetta er svo óheiðarleg grein að það hálfa væri nóg Illugi. Enn einu sinni ertu farinn að bulla sjálfum þér til mikillar minnkunar,“ skrifar Frosti og deilir þessari grein. „Hvers vegna kynniru þér ekki málflutning mannsins sjálfur og gagnrýnir svo? Þetta er bara vandræðalegt,“ segir Frosti svo við stuttu síðar.

Fjalar Sigurðarson er einn þeirra sem tekur upp hanskann fyrir Peterson og skrifar: „Enginn sem hér hneykslast virðist hafa fyrir því að lesa það sem hann segir sjálfur. Bara misvitrar útleggingar annarra á orðum hans. Það telst ekki góð heimildavinna, Illugi Jökulsson et al.

Illugi svarar þessu og segir: „Mér nægðu lengi vel undarleg komment úr ritum mannsins sem birt voru hér og þar. Vegna fjölda áskorana fór ég svo að hlusta á einhverja af fyrirlestrum hans á Youtube. Ég verð að viðurkenna að þeir sögðu mér fjarska lítið. Sumt var auðvitað fínt, eins og gengur, annað selvfölgeligheder og svona. Samantektir hans voru yfirleitt ágætar. En því miður sýnist mér að það af masi hans sem er gott eða meinlaust megni ekki að hylja hin undarlegu komment hans, sem snúast flest um konur og kynjamál.“

Deilurnar halda áfram og eru fjölmargir sem taka til máls, bæði stuðningsmenn og andstæðingar, en að lokum fellur dómur Bubba Morthens í málinu: „Maðurinn er löggiltur hálviti“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið