fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar sturta fjórfalt meira niður af blautþurrkum en Svíar

Auður Ösp
Sunnudaginn 20. maí 2018 19:30

Það er hægt að þrífa klósett með kóladrykkjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Veita þurfa enn fást við gríðarlegt magn af rusli á degi hverjum vegna óæskilegra hluta og efna sem Íslendingar sturta niður um klósettið. Undanfarin misseri hafa Veitur vakið athygli á vandanum, meðal annars með átakinu „Blautþurrkan er martöð í pípunum“ sem ætlað er að vekja athygli á því að klósett eru ekki ruslafötur.

Á vef Veita er tilkynnt um opnun nýrrar hreinsistöðvar skólps á Akranesi í dag og bætist bærinn þar með í hóp þeirra sveitafélaga sem uppfylla kröfur um skólphreinsun samkvæmt reglugerð.

Á næstu vikum taka Veitur formlega í notkun nýja skólphreinsistöð í Borgarnesi.Með hreinsistöðinni er stigið stórt skref í umhverfismálum Akurnesinga. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um 8 meginútrásir, nálægt fjöruborði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrásum og í hreinsistöð

Veitur þjóna 60 prósent landsmanna 

Veitur annast uppbyggingu og reka fráveitukerfi fyrir um 40% landsmanna, í Reykjavík, Borgarnesi, á Akranesi, Bifröst, Hvanneyri, Varmalandi og í Reykholti auk þess að hreinsa skólp frá fráveitum í Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og hluta Garðabæjar í hreinsistöðvum sínum við Ánanaust og Klettagarða. Í Borgarbyggð reka Veitur fjórar tveggja þrepa hreinsistöðvar þar sem, auk grófhreinsunar, fer fram niðurbrot á lífrænum efnum áður en hreinsuðu skólpi er veitt í viðkvæman viðtaka.Veitur þjóna þannig um 60% landsmanna með fráveitu en 77% landsmanna býr við skólphreinsun er uppfyllir kröfur samkvæmt reglugerð.

Fram kemur í tilkynningunni að mannvirki sem þetta kosti mikinn pening, bæði í byggingu og rekstri og því skipti máli að umgangast það á réttan hátt svo það komi að sem mestu gagni.

Brýnt er fyrir einstaklingum að setja ekki blautþurrkur, bindi, eyrnapinna, tannþráð eða aðrar hreinlætisvörur í klósettið.

„Á hverjum degi fáum við gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvarnar okkar. Mikil vinna og kostnaður felast í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Með því að minnka magn óæskilegra hluta og efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað verulega. Til viðmiðunar þá sturtum við fjórfalt meira niður af slíku en Svíar.“

Jafnframt er bent á að fita og olía á heldur ekki heima í fráveitukerfinu. Fita og blautklútar eru til dæmis slæm blanda.

„Úr þeim efnivið geta orðið til svokallaðir fituhlunkar, eða ”fatbergs” eins og þeir heita upp á ensku. Þeir eru stórt vandamál í fráveitukerfum víða um heim og hér á landi líka. Málning, leysiefni, lyf og önnur efni eiga ekkert erindi í niðurföllin, því skal skila í endurvinnslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga