fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Fallinn strompur

Fréttir

Bílprófslaus sendill frá Domino’s lenti í árekstri við Ástu Kristínu: „Hann reyndi ítrekað að fá mig til þess að hringja ekki á lögguna

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 11:00

Á síðustu tveimur árum eru að minnsta kosti tvö tilvik þar sem bílprófslausir sendlar fyrirtækisins hafa valdið tjóni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit ekki hvenær þeir ætla að kippa þessu almennilega í liðinn. Kannski þegar einhver lætur lífið,“ segir Ágústa Kristín Jónsdóttir í samtali við DV. Undir lok árs 2016 keyrði pítsusendill frá Domino’s inn í hlið bifreiðar hennar við Fitjar í Reykjanesbæ. Bifreið Ágústu Kristínar var kyrrstæð þegar áreksturinn átti sér stað og var hún í fullum rétti. Á vettvangi kom í ljós að pítsusendillinn var próflaus. „Hann reyndi ítrekað að fá mig til þess að hringja ekki á lögguna. Að það væri brjálað að gera og hann þyrfti að fara aftur að vinna. Við gætum fyllt út tjónaskýrsluna síðar,“ segir Ágústa Kristín.

Þegar að hún lét sér ekki segjast þá viðurkenndi hann fyrir henni að hann væri próflaus. „Ég varð alveg fokreið en ákvað að segja ekki neitt fyrr en lögreglan kom,“ segir Ágústa Kristín. Þegar laganna verðir mættu á vettvang þá sagði hún þeim allt af létta og í kjölfarið var bílstjórinn yfirheyrður. „Ég fór síðan í skoðun á sjúkrahúsi en ég veit ekki hvernig mál sendilsins þróaðist,“ segir Ágústa Kristín. Hún varð fyrir meiðslum í slysinu sem ágerðust eftir annað bílslys sem hún lenti í stuttu síðar og hefur verið óvinnufær síðan. Lögfræðingur er að vinna í málinu fyrir hennar hönd.

Aldrei spurður um ökuskírteini

Í síðustu viku greindi DV frá því að bílprófslaus sendill frá Domino’s hefði verið rekinn eftir að hafa valdið tjóni á bíl sem fyrirtækið var með á leigu. Starfsmaðurinn sagðist hafa sótt um og fengið vinnu hjá fyrirtækinu og talið sig vera að fara að baka flatbökur. Þegar á hólminn var komið var honum skipað að keyra veitingarnar út og þá voru góð ráð dýr enda pilturinn hvorki með réttindi né kunnáttu til þess. Ég fór inn á klósett til að læra hvernig á að keyra beinskiptan bíl, svo fékk ég líka hjálp frá hinum sendlunum,“ sagði sendillinn fyrrverandi í samtali við DV. Hann var ráðinn af vakstjóra staðarins og kvaðst aldrei hafa verið spurður um ökuskírteini í því ferli. Hann var ósáttur við þá óbilgirni fyrirtækisins að rukka hann um tæplega 500 þúsund krónur vegna tjónsins.

Treysta á samvisku starfsmanna

Í skriflegu svari til DV segist Snorri Jónsson, mannauðsstjóri Domino’s, ekki  kannast við ofangreint slys við Fitjar frá 2016 en tekur fram að þýði ekki að það hafi ekki átt sér stað. „Við lendum því miður í nokkrum tjónum á ári en sem betur fer verða sjaldan slys á fólki. Atvikin eru að sjálfsögðu afgreidd af tryggingafélagi okkar, ávallt,“ skrifar Snorri.
Hann sagði að ekki væri að finna upplýsingar í skrám fyrirtækisins um að bílprófslausir sendlar fyrirtækisins hefðu valdið fleiri slysum en þeim sem áður er lýst. „Nei, það er ekki að finna í okkar skrám en við greinum öll tjón með tryggingafélagi okkar og vinnum markvisst að því, meðal annars með námskeiðum í samstarfi við tryggingafélagið, til að takmarka tjón og hegðun sem getur leitt til tjóna,“ skrifar Snorri.
Snorri segir að nýlega hafi fyrirtækið lent í því að sendill, sem hafði gilt ökuskírteini þegar hann byrjaði, lét fyrirtækið ekki vita þegar hann missti það. „Ég hafði í kjölfarið samband við lögreglu til að athuga hvort við gætum fengið úr því skorið hjá yfirvöldum hvort starfsmenn okkar hefðu enn gild ökuréttindi en fékk þau svör að það væri ekki hægt. Við stólum því algjörlega á samvisku starfsmanna um að láta okkur vita ef þeir missa ökuréttindi sín. Við höfum fært starfsmenn til í starfi tímabundið sem hafa einhverra hluta vegna misst ökuréttindi sín og látið okkur vita,“ segir Snorri.

Í starfsumsóknarferli fyrirtækisins er boðið upp á að umsækjendur skili inn mynd af ökuskírteini sínu. „Reglan er að biðja um ökuskírteini. Það myndi flokkast undir mannleg mistök ef sá sem ræður inn bílstjóra biður viðkomandi ekki um að framvísa ökuskírteini. Eins og ég hef áður sagt þá getum við ekki verið viss um að starfsmaður, sem er með ökuréttindi þegar hann byrjar, haldi þeim. Þar erum við orðin háð siðferðismati starfsmannsins og löghlýðni,“ segir Snorri. Hann segir að starfsmenn fyrirtækisins beri ábyrgð þegar þeir séu í umferðinni á þeirra vegum. „Langflestir standa undir þeirri ábyrgð og eru til fyrirmyndar. Við leggjum höfuðáherslu á að lögum sé fylgt og fyllsta öryggis sé gætt.“

Á síðustu tveimur árum eru að minnsta kosti tvö tilvik þar sem bílprófslausir sendlar fyrirtækisins hafa valdið tjóni
 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hissa á að Zidane sé mættur aftur

Hissa á að Zidane sé mættur aftur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest
Fréttir
Í gær

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“
Fréttir
Í gær

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“