fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Eyþór veit innst inni að hann er útvalinn af Guði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. mars 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Örn Ragnarsson, prestur og þáttastjórnandi á Omega, hefur enn fulla trú á Eyþóri Arnalds þrátt fyrir að Sjálfstæðismaðurinn hafi hálfpartinn hrist af sér bæði Guðmund og Guð í útvarpsþættinum Harmageddon. Áður hafði Eyþór dásamað frelsarann og sagt Guð hafa gefið honum styrk til að fara í framboð. Bendir Guðmundur á í samtali við DV að Símon Pétur hafi í þrígang afneitað Jesú en hafi síðar lagt grunn að kristni í heiminum.

Það vakti gríðarlega athygli þegar myndbrot af Eyþóri í viðtali á Omega var dreift á samfélagsmiðlum. Guðmundur Örn var viss um að Eyþór væri útvalinn af Guði og telur að hann verði borgarstjóri, landsfaðir og forsætisráðherra og Guð má vita hvað! Orðrétt sagði Eyþór Arnalds um framboð sitt:

„Ég vonaði að einhver annar myndi gefa kost á sér, sem ég myndi treysta fyrir því. Og ég vissi að þetta væri mikið verk, þannig að ég bað Guð að gefa mér styrk að segja nei, því margir voru að biðja mig um að fara í þetta, en á endanum, þá fór það öðruvísi, og sagt er nú að vegir Guðs séu órannsakanlegir, og hann, í rauninni kannski, vildi að þetta færi á hinn veginn. Minn vilji fékk ekki að ráða. Og nú er ég hér.“

Segja má að Eyþór hafi fengið fyrir ferðina á samfélagsmiðlum eftir viðtalið. Mætti hann síðar í Harmageddon og þegar hann var spurður hvort Guð hefði sagt honum að fara í framboð svaraði hann: „Nei, hann sagði það ekki. […] Á sunnudegi vaknaði ég hugsaði með mér: „Guð minn góður, ég get ekki skuldað þessu fólki eitthvað. Ég ætla ekki að fara í pólitík og eiga undir svona fólki og var að tala við mig“. Það var það bænin, hún var ekki flóknari en þetta.“

Þegar þessar tvær útgáfur oddvitans sitja hlið við hlið mætta ætla að sitt hvor maðurinn sé að tala. En Guðmundur heldur tryggð við sinn mann og segir: „Þótt Eyþór Arnalds svari stjórnendum Harmageddon á þann veg að í raun hafi það verið menn, en ekki Guð, sem komu honum í framboðið, þá trúi ég því, að hann viti innst inni að hann er útvalinn af Guði í þetta hlutverk. Hann talaði við Guð um þetta í bæn. Símon Pétur postuli var valinn af Jesú Kristi til að leiða kirkjuna, en samt afneitaði hann Jesú í þrígang. Jesús tók ekki þetta val sitt á Pétri til baka þrátt fyrir það. Ég er sannfærður um að Eyþór verður Reykjavík og landinu öllu til mikillar blessunar. Í Rómverjabréfinu, 11. kafla og 29. versi stendur: „Guð iðrar ekki náðargjafa sinna og köllunar“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“
Fréttir
Í gær

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“