fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
Fréttir

Sigurlaug móðir Birnu: „Ég upplifi þennan gjörning sem virðingarleysi“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 25. mars 2018 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til hvers að setja mynd af leiði dóttur minnar í fjölmiðla með sveig frá skipsáhöfn? Er ekkert heilagt? Ég upplifi þennan gjörning sem virðingarleysi, það er farið of nálægt að fara að leiði. Leiði er mjög persónulegt og heilagt. Það að það sé ár síðan líf hennar var tekið snýst ekki um skipsáhöfnina.

Þetta segir Sigurlaug Hreinsdóttir móðir Birnu Brjánsdóttur. Hún er ósátt við að skipverjar Polar Nanoq hafi sett blómsveig á leiði hennar. Thomas Möller Olsen, morðingi Birnu, var skipverji á þeim togara en hann hlaut 19 ára fangelsisdóm í september. Sigurlaug er ekki mótfallin því að skipverjar heiðri minningu Birnu. Hún er ósátt við að þeir hafi lagt blómsveig á leiðið án þess að láta aðstandendur vita og að þeir hefðu mátt velja annan stað til að láta blómsveigin á en leiði Birnu. Segir Sigurlaug að ef hún hefði verið spurð hvort mætti leggja blómsveiginn á leiðið hefði hún alltaf svarað neitandi.

Greint var frá því að skipverjar hefðu lagt blómsveig í leiðið í grænlenska dagblaðinu Sermitsiaq. Þar sagði að blómsveigurinn hefði fyrir nokkrum vikum verið sendur til Íslands en nýverið lagður á leiðið. Í grænlensku fréttinni sagði að áhafnarmeðlimir ákváðu að gera þetta af sjálfsdáðum en vildu ekki hitta móður Birnu, Sigurlaugu Hreinsdóttur, þar sem þeir vildu ekki valda henni óþarfa sárindum. DV ræddi málið við Sigurlaugu sem einnig tjáði sig á Facebook. Sigurlaug segir:

„Ég ætla ekki að reyna að finna lausnir fyrir þessa menn ef þeir hafa þörf fyrir að gera eitthvað. En það er óþarfi að beina þeirri þörf að aðstandendum sem eru að takast á við missi. Skipsáhöfnin er ekki eitthvað sem ég er að hugsa um.“

Sigurlaug kveðst vitanlega ekki hafa vald til að banna fólki að leggja blóm eða kransa á leiði Birnu. Það sé opið. Sigurlaug segir:

„Ef það er verið að hugsa um aðstandendur er eðlilegt að leita sér ráðgjafar um hvað er viðeigandi. Ef einhver hefði verið beðinn um að bera þetta undir mig þá hefði ég sagt nei.“

Sigurlaug segir:

Birna og Sigurlaug voru afar nánar

„Tími frá því manneskja missir líf sitt skiptir máli í þessu samhengi, þetta er nýskeð. Hvernig manneskja missir líf sitt skiptir miklu máli. Og tengsl þeirra við manneskjuna skiptir líka máli,“ segir Sigurlaug og bætir við:

„Þessi hópur er ekki þægileg áminning á leiði dóttur minnar.“

Sigurlaug bætir við að vinir og kunningjar sem leggja hluti á leiðið séu ekki að deila því á samskiptamiðla eða koma fram í fjölmiðlum og myndu ekki gera slíkt nema að bera það undir hana. Þegar hún sér að ókunnugt fólk hefur sett fallega hluti á leiðið hefur það oftast kallað fram hlýju. Þetta er í fyrsta sinn sem hún sér slíkt birtast í fjölmiðlum og það sé erfitt og allt annað mál.

„Til hvers að framkvæma svona gjörning fyrir nánustu aðstandendur til að rekast á í fjölmiðlum? Barnsmissir á ekki að vera pólitískur. Hann er allt of persónulegur.“

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Magnús kærir kosningarnar til Mannréttindadómstólsins – Segir ferlið meingallað

Magnús kærir kosningarnar til Mannréttindadómstólsins – Segir ferlið meingallað
Fréttir
Í gær

Guðmundur Freyr játar morðið á unnusta móður sinnar – Hryllilegar lýsingar

Guðmundur Freyr játar morðið á unnusta móður sinnar – Hryllilegar lýsingar
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Upptekna fólkið sem fann samt tíma til að taka þátt í jólabókaflóðinu

Upptekna fólkið sem fann samt tíma til að taka þátt í jólabókaflóðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Átta teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu

Átta teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyslurými opnar fljótlega í Reykjavík: Lagalega verndað umhverfi þar sem fólk getur neytt fíkniefna í æð – „Fagnaðarefni“ segir Svandís

Neyslurými opnar fljótlega í Reykjavík: Lagalega verndað umhverfi þar sem fólk getur neytt fíkniefna í æð – „Fagnaðarefni“ segir Svandís
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur ætlar að fá sér áfengi í fyrsta skipti í lokuðu herbergi með Guðna Bergs – „Ég má ekki segja frá þessu en ég ætla samt að gera það“

Þorgrímur ætlar að fá sér áfengi í fyrsta skipti í lokuðu herbergi með Guðna Bergs – „Ég má ekki segja frá þessu en ég ætla samt að gera það“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf að svara fyrir meint skattsvik

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf að svara fyrir meint skattsvik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón styður þolendur á Hjalteyri og segir fallega sögu frá öðrum stað – „Get ekki lýst því hvað ég er þakklátur í dag“

Jón styður þolendur á Hjalteyri og segir fallega sögu frá öðrum stað – „Get ekki lýst því hvað ég er þakklátur í dag“