fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Hvaða andskotans Egill?“

Össur minnist Sverris með hlýjum orðum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, segir að ólíklegt sé að nokkurn reki á fjörur þingsins í líkingu við Sverri Hermannsson. Sverrir lést á aðfaranótt mánudags, 88 ára að aldri. Össur talar fallega um fyrrum kollega sinn á þingi í færslu á Facebook.

„Sverrir Hermannsson var ekki bara vopnfrár pólitíkus heldur líka hlýr og vænn maður. Ég sat með honum seinni sprettinn hans á þinginu, 1999-2003. Þá var hann ekki lengur Sjálfstæðismaður, heldur búinn að stofna Frjálslynda flokkinn, og stýrði sínu liði einsog herforingi,“ segir Össur.

Sverrir var fyrst kjörinn á þing árið 1971 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat hann á þingi fyrir flokkinn til ársins 1988. Hann var svo kjörinn aftur á þing árið 1999 fyrir Frjálslynda flokkinn eins og Össur bendir á og sat hann á þingi til ársins 2003. Sverrir var iðnaðarráðherra árin 1983 til 1985 og menntamálaráðherra árin 1985 til 1987.
Össur segir að Sverrir hafi verið honum mjög eftirminnilegur.

„Litríkur svo af bar, flutti ekki margar ræður í þeirri lotu en þeim mun eftirtekarverðari. Ég hlustaði á hann nánast í hvert sinn, bergnuminn, og hafði aldrei heyrt annað eins tungutak. Þannig talaði sá einn sem alinn var upp í Ögurvík. Þeir sem voguðu sér að abbast upp á kappann fóru heim fleiðraðir upp á herðablöð. Til þess glöptust fáir með fullu viti en þó stöku Framsóknarmaður. Þá var okkar maður í essinu sínu og virtist af fáu á þeim dögum hafa jafn mikla unun og að tyfta Framsóknarflokkinn með orðapísk sínum. Á það var eiginlega lífsreynsla að hlusta.“

Össur segir að Sverrir hafi kunnað að spila „fyrir galleríið“ ef svo bar undir, bæði á þingi og í viðtölum við fréttamenn.

„Eilíft er svar hans þegar blaðamaður vakti hann að morgni spennandi kosninganætur og innti eftir óvæntu kjöri samflokksmanns hans, Egils á Seljavöllum: „Hvaða andskotans Egill?“ – Við urðum að minnsta kosti kunningjar á þinginu, mér þótti vænt um hann og fylgdist með honum alla tíð eftir að leiðir skildu. Ólíklegt er að nokkurn slíkan reki aftur á fjörur þingsins, og örugglega engan sem talar aðra eins íslensku. Það er sjónarsviptir að slíkum köppum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis