fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Fallinn strompur

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Fréttir

Trump fór beint á diskóið eftir að hafa hitt fórnarlömb skotárásinnar í Flórída

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Laugardaginn 24. febrúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna heimsótti fórnarlömb og eftirlifendur skotárárasinnar í Parkland Florida, ásamt eiginkonu sinni Melania Trump, síðastliðinn föstudag. Dvöldu þau rúmlega 35 mínútur á spítalanum og héldu svo stuttu síðar í veislu á Mar-a-lago setrinu, en þema hennar var í anda skemmtistaðarins Stúdíó 54. Hann var sá allir vinsælasti meðal ríka og fræga fólksins undir lok áttunda árarugarins. Staðurinn var svokallað mekka diskó-tónlistarinnar og hafa því erlendir miðlar fjallað um málið á þann hátt að Trump hafi hitt fórnarlömbin stutt og skellt sér svo beint í diskó partý.

Yfirlýst stuðningskona Trumps, Sean Bianca, setti meðfylgjandi mynd af forsetahjónunum í partýinu inn á Instagram reikning sinn. Þar tók hún skýrt fram að þau hefðu ekki dansað. Stuttu seinna var myndin horfin og búið að loka fyrir aðgangs almennings að Instagrammi Bianca.

Átti þetta sér stað stuttu eftir nokkurt fjaðrafok á internetinu yfir mynd sem Trump birti af sér ásamt þeim lögreglumönnum sem sinntu útkallinu í kjölfar árásarinnar á miðvikudaginn. Á henni sést forsetinn skælbrosandi með þumalinn upp. Þótti þetta taktlaust í ljósi aðstæðna.

Trump dvaldi á Mar-a-lago nú yfir helgina. Í gær var Forsetadagurinn en hann er haldinn þriðja mánudaginn í febrúar til heiður George Washington fyrsta forseta Bandaríkjanna og er frídagur í Bandaríkjunum. Upplýsingarfulltrúi á vegum Hvíta hússins tjáði blaðamönnum að forsetinn myndi þó ekki taka hring á golfvelli sínum á laugardeginum líkt og hann gerir vanalega af virðingu við fórnarlömb árásarinnar, en setrið er í aðeins hálftíma keyrslu frá Marjory Stoneman Douglas gagnfræðiskólanum þar sem árásin átti sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hissa á að Zidane sé mættur aftur

Hissa á að Zidane sé mættur aftur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest
Fréttir
Í gær

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“
Fréttir
Í gær

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“