fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Fallinn strompur

Fréttir

Argentínska lögreglan fann tæp 400 kíló af kókaíni í rússneska sendiráðinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. febrúar 2018 04:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentínska lögreglan haldlagði nýlega tæplega 400 kíló af kókaíni í rússneska sendiráðinu í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. Nokkrir voru handteknir í tengslum við málið. Patricia Bullrich, öryggismálaráðherra landsins, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í gær.

Bullrich sagði að kókaínið hefði fundist í hliðarbyggingu sjálfrar sendiráðsbyggingarinnar og væri söluvirði þess um 50 milljónir evra. Hún sagði að glæpagengi hefði reynt að notfæra sér póstþjónustu sendiráðsins, sem nýtur diplómatískrar verndar, til að senda eiturlyfin til Evrópu.

Hún sagði einnig að rússneska og argentínska lögreglan hafi ákveðið að rannsaka málið í sameiningu eftir að rússneski sendiherrann tilkynnti að fíkniefni hefðu fundist í sendiráðinu en það var í desember 2016. Hveiti var sett í stað kókaínsins og eftirlitsmyndavélum var komið fyrir til að fylgjast með pokunum 16 sem kókaínið var í.

Tveir voru handteknir í Argentínu vegna rannsóknar málsins og þrír í Rússlandi. Einn hinna handteknu er fyrrum starfsmaður rússnesku utanríkisþjónustunnar, annar er argentínskur lögreglumaður sem starfar í Buenos Aires.

Bullrich sagði að kókaínið væri mjög ”hreint” og því mjög sterkt. Hún sagði að selja hefði átt efnið í Rússlandi og Þýskalandi en þar býr meintur höfuðpaur smyglhringsins en Bullrich sagðist telja að þýska lögreglan muni hafa hendur í hári hans en hann er nú á flótta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hissa á að Zidane sé mættur aftur

Hissa á að Zidane sé mættur aftur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest
Fréttir
Í gær

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“
Fréttir
Í gær

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“