fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Fallinn strompur

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Fréttir

Dularfullt hvarf skíðagöngumanns – Fannst í 4.000 kílómetra fjarlægð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 06:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir víðtæka leit að 49 ára skíðagöngumanni fannst hann í 4.000 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem síðast hafði sést til hans. Maðurinn, Constantinos Filippidis, var á gönguskíðum í Whiteface Mountain Ski Resort í Wilmington í New York ríki þegar hann hvarf þann 7. febrúar.

Mikil leit var gerð að Filippidis, sem starfar sem slökkviliðsmaður í Toronto í Kanada, en hún skilaði engum árangri. Bandarískir fjölmiðlar segja að Filippidis hafi síðan skyndilega birst á alþjóðaflugvellinum í Sacramento í Kaliforníu þann 13. febrúar og var hann þá í skíðaskóm, skíðaúlpunni sinni og með hjálm. Hann var þá nýklipptur, með nýjan iPhone en mundi lítið eftir ferðum sínum. Hann sagðist þó ráma í að hann hefði ekið lengi í stórum flutningabíl.

Engir áverkar voru á honum og fékk hann því fljótlega að snúa aftur heim til Kanada en lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins og hefur auglýst eftir vitnum í þeirri von að einhver hafi séð til ferða Filippidis. Sjálfur telur Filippidis að hann hafi fengið höfuðhögg og því muni hann ekki hvað gerðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hissa á að Zidane sé mættur aftur

Hissa á að Zidane sé mættur aftur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest
Fréttir
Í gær

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“
Fréttir
Í gær

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“