fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FréttirLeiðari

Ríkisvæðum fíkniefnaneyslu

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 18. febrúar 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur aldrei verið auðveldara að kaupa fíkniefni á Íslandi en í dag. Hvaða nettengdi auli sem er getur komist í kynni við fíkniefnasala svo lengi sem hann sé læs, eða geti að minnsta kosti lesið símanúmer. Til dæmis eru á Facebook ótal hópar þar sem salarnir kynna vörur sínar með mynd, verði og símanúmeri. Rétt eins og á Braski og bralli eða Blandi.

Þetta var ekki svona þegar ég var yngri. Reyndar heyrði ég þá að jafn auðvelt væri að kaupa fíkniefni og að panta sér pítsu. En það er bara lygi því fíkniefnasalarnir auglýstu ekki í dagblöðum eða með skjáauglýsingum. Maður þurfti að þekkja einhvern. Það reyndist ekki erfitt fyrir tvo blaðamenn DV að kaupa eina töflu af contalgin frá eldri konu í Breiðholti í vikunni. Eitt símtal, stutt stopp, komið.

Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 var kosningaslagorð Framsóknarmanna einhvern tímann á tíunda áratugnum og þykir ágætis brandari í dag. Fíkniefni hafa alltaf verið til og munu alltaf vera til, sama í hvaða formi þau eru.

Í dag er mikið talað um afglæpavæðingu fíklanna. Að þeim verði ekki gerð refsing fyrir að nota efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu. Það er allt gott og blessað en leysir samt ekki vandann. Það er eftir sem áður ólöglegt að framleiða og selja efnin. Þar með þrífast enn margir af helstu ókostunum.

Hvað með að gera fíkniefnaneyslu löglega? Og ekki nóg með það, heldur að ríkið útvegi þau … frítt? Hverjir eru ókostirnir? Jú, þetta myndi ábyggilega kosta sitt og sjálfsagt myndu einhverjir deyja. Það samrýmist ekki lýðheilsusjónarmiðum að sprauta sig með contalgin í gríð og erg. Landlæknir myndi aldrei mæla með slíku.
En hverjir eru kostirnir?

Í fyrsta lagi myndi þetta taka út undirheimaviðskiptin. Það kaupir enginn töflu á átta þúsund krónur þegar hægt er að fá hana frítt frá íslenska ríkinu. Í öðru lagi er það öryggið. Þegar þú kaupir efni frá manni á Facebook veistu ekkert hvað þú ert að fá. Það eru engar innihaldslýsingar eða vottun á slíkri vöru. Lyfjaeftirlit ríkisins myndi tryggja að allt hass, spítt, kókaín og morfínefni væru unnin samkvæmt bestu stöðlum. Í þriðja lagi dregur þetta úr örvæntingu. Fíkniefni eru dýr á Íslandi og fíklarnir verða að fá næsta skammt. Hvað gera þeir þá? Brjótast inn, selja sig, selja öðrum, handrukka og þar fram eftir götum. Það myndi enginn þurfa að selja sig fyrir ríkisskammtinn. Í fjórða lagi myndi þetta næstum tæma fangelsin. Í fimmta og síðasta lagi myndi þetta ábyggilega hafa forvarnargildi fyrir marga því þetta tekur spennuna úr jöfnunni. Hvað er meira ósexí en frítt ríkisdóp?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Adam ákærður fyrir stórfelld brot

Adam ákærður fyrir stórfelld brot
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“