fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Fallinn strompur

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Fréttir

Ásmundur Friðriksson: „Ég ek á guðs vegum“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 18. febrúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt um endurgreiðslur vegna aksturs þingmanna og sitt sýnist hverjum. Alþingi hefur ekki gefið út hvaða þingmenn keyra mest en Ásmundur Friðriksson hefur viðurkennt að vera í efsta sæti á listanum með tæpa 48 þúsund keyrða kílómetra á árinu 2017 sem hann fékk 4,6 milljónir króna endurgreitt fyrir. Margir eru forvitnir um hvað Ásmundur gerir í sinni löngu dvöl í bílnum og DV spurði hann um það.

Dregur djúpt andann

Ásmundur á í basli með að velja þegar hann er spurður hvað sé skemmtilegasta eða fallegasta svæði kjördæmisins til að keyra um. „Eldvörp, Gunnuhver og Brennisteinsfjöll á Reykjanesi, Þingvellir, Laugarvatn, Gullfoss og Geysir. Þessi upptalning tekur engan enda. Jöklarnir, Dyrhólaey, Fjallabak, Klaustur, Öræfin, Suðursveitin, Vestra Horn og Lónið. Að ógleymdum perlunum í suðri, Vestmannaeyjum. Það er ekki hægt að gera upp á milli þessarar fegurðar landsins okkar sem alls staðar blasir við.“

Hann segir Suðurkjördæmi vera eitt magnaðasta svæði landsins. „Ég nýt þess að stoppa á keyrslunni, sérstaklega snemma á morgnana, stíga út úr bílnum og draga djúpt andann.“

Sviðasulta og skyrdrykkur

Hvað hlustar þú helst á?

„Ég hlusta á Bítið, Reykjavík síðdegis og fréttatíma. Ég er ekki með diska eða annað í bílnum.“

Talar þú í síma?

„Já, ég tala í síma með þráðlausum búnaði og nýti tímann á keyrslu vel. Hringi oft í vini og kunningja þegar ég er seint á ferðinni og gott að eiga í selskap með þeim hætti í ferðum við misjöfn skilyrði, rok og hálku. Ég hef þá reglu að hringja í alla til baka sem hringja eins og ég svara öllum tölvupósti, helst alltaf samdægurs, sem mér berst þegar ég kemst nálægt tölvu.“

Borðar þú í vegasjoppunum?

„Ég stoppa eingöngu á vegasjoppum til að taka olíu og eða spjalla við karla sem oft eru á slíkum stöðum og þekki ég fundartíma þeirra mjög víða í kjördæminu og legg upp úr því að vera á þeim tíma ef ég er á annað borð á svæðinu og ekki mjög upptekinn eða tímabundinn. Stundum smyr konan mín nesti en oftast kaupi ég mér sviðasultu og skyrdrykk til að hafa með mér í bílnum ef ég er allan daginn að heiman um helgar eða á sumrin og lengri fríum.“

Ekki pláss fyrir puttaferðalanga

Ásmundur segist oftast vera einn á ferð. Stundum fer konan hans, Sigríður Magnúsdóttir, með honum sem og Páll Jóhann Pálsson, útgerðarmaður og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins.

Tekur þú puttaferðalanga með?

„Það kemur ekki oft fyrir. Ég er með bílinn fullan af gögnum, bíllinn er nefnilega líka skrifstofan mín á ferðalögum og ég er með útgerð til að bregðast við því að þurfa að gista, eða skipta um föt og skó. Þannig að bíllinn minn gefur ekki mikið pláss alla jafnan.“

Hefur þú lent í óhappi á ferðum þínum?

„Nei, ég er heppinn, ek eftir aðstæðum og er laginn við það. Ég ek á Guðs vegum.“

En getur þú reddað þér ef eitthvað kemur fyrir bílinn?

„Ég gæti reddað mér með að bæta vatni á vatnskassa og rúðupiss, en lítið meira en það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hissa á að Zidane sé mættur aftur

Hissa á að Zidane sé mættur aftur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest
Fréttir
Í gær

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“
Fréttir
Í gær

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“