fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Býr í glæsihýsi í Breiðholti með 1,8 milljónir í laun: Fær 130 þúsund á mánuði í húsnæðiskostnað frá ríkinu

Steingrímur J. Sigfússon hefur búið í Seljahverfinu í Breiðholti í 30 ár

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 16. febrúar 2018 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur um áratugaskeið búið í Seljahverfinu í Breiðholti en fær 1,6 milljónir á ári fyrir að vera með lögheimili á Þistilfirði. Fyrst í húsi við Brekkusel, en í október 1999 fjárfesti hann, ásamt eiginkonu sinni Bergnýju Marvinsdóttur, í einbýlishúsi við Þingasel 6, sem er heilir 314,6 fermetrar að stærð. Um einstaklega glæsilega eign er að ræða sem er í dag metin hátt í 100 milljónir. Verður það að teljast við hæfi að einn þaulsætnasti alþingismaður þjóðarinnar búi við Þingasel. Húsið kostaði á sínum tíma 23,1 milljón króna og gat Steingrímur greitt um 16,3 milljónir út í hönd. Afgangurinn, tæpar 7 milljónir króna, var tekinn að láni. Steingrímur er með 1,8 milljónir króna í laun á mánuði sem forseti Alþingis.

Steingrímur keypti Brekkusel í júlí árið 1987, þýðir það að hann hefur búið í Seljahverfinu í minnst 30 ár. Á sama tíma hefur hann verið með skráð lögheimili á Gunnarsstöðum í Þistilfirði og fengið fyrir það húsnæðis- og dvalargreiðslur. Steingrímur, líkt og aðrir þingmenn kjördæma utan höfuðborgarsvæðisins, fær mánaðarlega greiddar 134.041 krónu í húsnæðis- og dvalarkostnað. Það gera 1.608.492 krónur á ári.

Steingrímur hefur setið á þingi sem þingmaður Norðausturkjördæmis, áður Norðurlands eystra, frá árinu 1983. Greiðslurnar fyrir húsnæðis- og dvalarkostnað hafa hækkað í takt við laun þingmanna, fékk Steingrímur til dæmis 72.450 krónur í húsnæðis- og dvalarkostnað árið 2003.

Hefur aldrei sótt um álagsgreiðslur

Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðiskostnaði á höfuðborgarsvæði eða í kjördæminu ef þingmaður býr á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt reglum þingsins getur þingmaður sem á aðalheimili utan höfuðborgarsvæðisins, og annað heimili í Reykjavík óskað eftir að fá greitt 40 prósenta álag. Steingrímur segir í svari við fyrirspurn DV að hann hafi aldrei sótt um slíkar álagsgreiðslur. „Ég fæ greiddan húsnæðis- og dvalarkostnað eins og yfirleitt aðrir landsbyggðarþingmenn, en hef aldrei sótt um álagsgreiðslur vegna tvöfalds heimilishalds,“ segir Steingrímur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik