fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FréttirLeiðari

Ert þú besta útgáfan af sjálfri þér? Eða einhverjum öðrum?

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 10. febrúar 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar keppast margir við að verða besta útgáfan af sjálfum sér en hvað í ósköpunum er það eiginlega?

Nú er ég til dæmis bara til í einni útgáfu (eða það vona ég að minnsta kosti) og sem betur fer er ég ekki með klofinn persónuleika. Þótt hann sé flókinn og stundum svolítið skrítinn þá kemur hann samt bara í einni útgáfu. Það sama gildir um skrokkinn á mér. Hann er bara til í einni útgáfu.

Nú hef ég lifað í nokkur ár og ekki alltaf verið eins. Þú veist, maður breytist, þroskast, krumpast, fitnar, grennist og svo framvegis. Svo breytast áhugamálin og skilningurinn millli ára.

Ég veit ekki til þess að ég hafi verið eitthvað skárri fyrir nokkrum árum. Reyndar finnst mér hver einasta uppfærsla af sjálfri mér skána ögn með hverju árinu. Margrét 4.7 er mikið skárri en Margrét 2.3. Nýja viðmótið er alltaf meira í takt við tímann og örlítið betra en það fyrra. Með þessu framhaldi verð ég hreint magnaður eldri borgari!

Kunningi minn sagðist ætla að nýta Meistaramánuð til að verða besta útgáfan af einhverjum öðrum. Sagðist vera búinn að velja viðkomandi en hefði ekki sagt honum frá því: „Sá verður undrandi þegar ég sprett óvænt fram í lok mánaðar sem besta útgáfan af honum!“

Því miður held ég að of margir festist einmitt í því að vilja verða einhvers konar útgáfa af allt annarri manneskju. Miða sig við hana og setja markmið í takt. Svo er það fólkið sem vill endilega verða tvítuga útgáfan af sjálfu sér. Hvorutveggja ávísun á vandræði og vanlíðan.

Besta útgáfan af sjálfri mér er ekki nokkrum kílóum þyngri eða grennri, nokkrum árum eldri eða yngri, með hærri innistæðu á bankareikningnum og svo framvegis.

Besta útgáfan af sjálfri mér er nákvæmlega þessi sem ég er núna og algjörlega sátt, – enda „special edition“ og engin önnur útgáfa í boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“