fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Flugeldarnir valda þjáningum: Sérfræðingar áhyggjufullir – Fólk leitar á bráðamóttöku vegna andþyngsla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Óhófleg óstýrð notkun Íslendinga á flugeldum leiðir til alvarlegrar fyrirsjáanlegrar mengunar sem hefur áhrif á heilsu og vellíðan lungnasjúklinga sem eru allt að 5-10% landsmanna og eru í þeim hópi bæði börn og fullorðnir,“ skrifa þrír sérfræðingar í nýrri grein í Læknablaðinu.

Í greininni kemur fram að gífurleg svifryksmengun yfir áramótin vegna taumlausrar flugeldanotkunar landsmanna veldur lungnasjúklingum þjáningum og að fleiri leituðu á bráðamóttöku á síðustu nýársnótt vegna andþyngsla en vegna flugeldaslysa.

Höfundar greinarinnar eru Gunnar Guðmundsson lungnalæknir og prófessor í lyfja- og eiturefnafræði‚ læknadeild HÍ; Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði‚ HÍ; og Þröstur Þorsteinsson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði‚ HÍ.

Í greininni kemur fram að frá árinu 2005 hefur árlegur innflutningur á flugeldum verið 600 tonn sem samsvarar um 2 kg á hvern Íslending. Síðan er vísað til nýlegra niðurstaðna rannsóknar á loftmengun tengdri flugeldum á Íslandi og segir:

„Í rannsókninni var gerð grein fyrir mælingum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga á svifryki á nýársnótt 2018 í 7 mælistöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Stöðvar staðsettar miðsvæðis fóru allar yfir heilsuverndarmörk. Hæst mældist mengun í Dalsmára í Kópavogi og við Grensásveg í Reykjavík, en þar fóru dægurgildi svifryks áttfalt yfir heilsuverndarmörk á nýársdag. Vart var við flugeldamengun fram á eftirmiðdag á nýársdag (styrkur yfir 50 µg/m.

Í Dalsmára í Kópavogi fór klukkustundargildi PM10 hæst í 4000 míkrógrömm á rúmmetra og voru 75 prósent af því fínt svifryk (PM2.5) sem samkvæmt gögnum frá Evrópsku umhverfisstofnuninni er Evrópumet í skammtímamengun. Til samanburðar mældist svifryk þegar áramótabrennur fara fram í kringum 600 míkrógrömm á klukkustund. Almennt eru hæstu klukkustundargildi þegar varað er við götusvifryki um 200 míkrógrömm á rúmmetra

Fínt svifryk er varasamt heilsu því það, ásamt eiturefnum sem það inniheldur, getur komist í gegnum lungnablöðrur í blóðrásina. Í flugeldasvifrykinu mældust hækkuð gildi af þungmálmum og benzo(a)pyrene sem er krabbameinsvaldandi aromatískt kolvetni. Hvorugt þessara eiturefna brotnar niður í náttúrunni af sjálfsdáðum og geta þannig safnast upp.“

Þá segir að 15 manns hafi leitað til bráðamóttöku á nýársnótt 2018 vegna andþyngsla vegna mengunar, helmingi fleiri en vanalega. Þetta séu jafnframt 50% fleiri en þeir sem leituðu aðhlynningar vegna meiðsla eftir flugelda.

Leggja til opinberar flugeldasýningar fremur en einkanotkun almennings

Sérfræðingarnir leggja til að mörk verði sett á leyfilegt magn innfluttra flugelda til landsins og að flugeldaauglýsingar verði bannaðar. Þá leggja þeir til að flugeldastemningin verði meira á hendi opinberra aðila:

„Mikilvægt er talið að halda í hátíðarstemningu um áramót og því gætu sveitarfélög verið með skipulagðar sýningar, eins og ljósasýningar í bland við tónlist, sem hefur gefist vel til dæmis í Hong Kong. Þjóðmálakönnunin gefur til kynna að 27% Íslendinga styðji bann við almennri notkun flugelda. 80% landsmanna finnst gaman að horfa á flugelda, en aðeins 45% finnst gaman að skjóta þeim upp. Flugeldasýningar á vegum opinberra aðila myndu því þjóna meirihluta þjóðarinnar.“

Greinina í Læknablaðinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgvin fékk hótunarbréf frá verkstjóranum: „Ég brotnaði á endanum saman“

Björgvin fékk hótunarbréf frá verkstjóranum: „Ég brotnaði á endanum saman“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnlaus ofbeldismaður í Eyjum: Gómaður eftir að hafa barið þrjá

Stjórnlaus ofbeldismaður í Eyjum: Gómaður eftir að hafa barið þrjá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sonur Ólafar svipti sig lífi á geðdeild: „Ég er kominn til að segja þér að hann Hafliði er dáinn“

Sonur Ólafar svipti sig lífi á geðdeild: „Ég er kominn til að segja þér að hann Hafliði er dáinn“